Afnám verðtryggingar

Eftirfarandi dæmi eru fengin af lánsreiknivélum glitnir.is

 Mikið hefur verið rætt og ritað um afnám verðtryggingar og eru menn mjög heittrúaðir á sitthvora afstöðuna, virðist ráðast af því hvort viðkomandi á peninga eða skuldar peninga.

 Lítum aðeins á raunhæft dæmi:

 Ef ég tek 10 milljónir að láni hjá Glitni til 40 ára á 20,6% vöxtum (breytilegum), þá endurgreiði ég á 40 árum rúmar 50 milljónir, þetta eru vextir sem bankinn býður og er greinilega reiknað með 14,01 % verðbólgu, því vextir af verðtryggðum lánum eru 6,5%.

 En lítum þá aðeins á verðtryggðu lánin:

 Ég tek 10 milljónir að láni til 40 ára og miðað við dæmið hér að ofan þá reikna ég með 14,01% verðbólgu á tímanum (kannski óraunhæft,en útgangspunktur þarf að vera fastur) og vextir eru fastir 6,5%, eftir 40 ár þá verð ég búinn að endurgreiða rúmlega EINN MILLJARÐ.

 Er ekki eitthvað vitlaust gefið í þessu þjóðfélagi!!!!   Hvernig í ósköpunum getur fólk verið sannfært um að réttlátt sé að lán geti HUNDRAÐFALDAST á 40 árum ?

 Það er bent á að greiðslubyrði sé mun léttari á verðtryggðum lánum en óverðtryggðum. Lítum aðeins á greiðslubyrðina af þessum lánum sem hér eru nefnd:

 Af óverðtryggða láninu er meðalgreiðslan rúmlega kr. 105.þús á mán ALLAN LÁNSTÍMANN, af verðtryggða láninu hins vegar þá er greiðslubyrðin fyrst mjög lítil eða ca 60 þús á mánuði en síðasta greiðslan er hins vegar kr. 11 milljónir eða 183svar sinnum stærri en fyrsta greiðslan, þetta á að vera voðalega sanngjarnt, eða svo segja þessir miklu spekingar sem tala fyrir verðtryggingu. Samkvæmt þessum sömu rökum þá eiga þessar greiðslur að vera svipað hlutfall af launum fólks, geta menn ímyndað sér að maður með 300 þús. í laun á mánuði verði með 55 milljónir í laun á mánuði eftir 40 ár, einhvern veginn hljómar það ekki sannfærandi.

 Ég tel að þetta sé eitthvað það mesta þjóðþrifamál sem fyrirfinnst nú á landinu að afnema verðtrygginguna.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verð-trygging? Er slæm Íslenska því almennt gildir hér sem annarsstaðar að fasteign sem er viðhaldið að kröfu tryggingafélags og Lánveitendans tryggir sig sjálf. Þess vegna er nóg fyrir Lánadrottinn að tryggja greiðslu höfuðstóls með veð í eigninni. Uppfærsla á því veðmati gæti byggt á fasteignamati eða meðalverði íbúðafermetra með tilliti til 3 ára minnst.

Annarsstaðar er (neysluverðs)verðtrygging notuð til úttreikninga lána þar sem veðtrygging er ábótavant, það er líftími þess sem lánað er út á er minni en lánstíminn. 

Upptaka Dollars gerir gengifellingar óþarfar og gerir okkar kleift  að búa við sömu lánaform sem almennt gilda í heiminum. í stað þess að brenna upp launatekjurnar í hverjum mánuði.

Við eigum ekki að borga skuldir þeirra sem borga með lánafyrirgreiðlum til að nota reiðuféð í annað.

Júlíus Björnsson, 29.11.2008 kl. 13:09

2 identicon

Það er ekki sanngjarnt að bera saman jafngreislulán og lán með jöfnum afborgunum nema taka tillit til virks meðaltíma.

Valdimar 29.11.2008 kl. 13:30

3 Smámynd: Þorsteinn V Sigurðsson

Já Valdimar  það er mjög lítið sanngjarnt í þessu öllu en það hlýtur að spila stórt inn í líf fólks hver lokaniðurstaðan er þegar búið er að greiða niður lánið

Þorsteinn V Sigurðsson, 29.11.2008 kl. 15:37

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Úr Reiknivélum Glitnis á þeirra forsemdum. Samfærir örugglega marga að taka ekki lán með breytilegum vöxtum kölluð "verðtryggð" en taka lán sem sagt er "óverðtryggt" með breytilegum vöxtum. N.B. Vaxtastigið á öllum lánum miðast við ávöxtunarkröfu sérhverjar lánastofnunar á sérhverjum tíma. Breytileikinn á þessum sögðu "óverðtryggðu" byggist alfarið á duttlungum Glitnis á hverjum tíma. Og til langframa verður Glitnir að breyta vöxtunum þannig að þeir fylgi almenni ávöxtunarkröfu á markaði. Reynslan sýnir það er alveg sama hver ákveður vextina hér á landi að Okrið verður alltaf svipað þegar upp er staðið.

Júlíus Björnsson, 29.11.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband