Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Danskurinn búinn að finna helvíti ?

Já það verður að segjast eins og er að maðurinn hefur rétt fyrir sér að mörgu leyti. Það var ekki einleikið hvað ráðamenn gátu hreykt sér eins og hani á haug í útlöndum yfir snilld okkar Íslendinga í viðskiptum(sic), Var það ekki forsetinn sjálfur hr. Ólafur Ragnar sem sagði við eitthvert opnunarteiti í London "you a'int seen nothing yet" og var þá að vísa til þess að við Íslendingar værum bara rétt að byrja að leggja undir okkur fjármálaheiminn. Það er ekki svona hátt á okkur risið núna. 
mbl.is Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dollar strax - plúsar og mínusar

Ekki hefur verið nóg skrifað eða skrafað að mínu mati um þá leið að taka hér upp US dollar sem gjaldmiðil. Það er einblínt á inngöngu í ESB og upptöku evru í framhaldinu, sem er í sjálfu sér mjög gott mál.

Eini hængurinn sem ég sé á því er sú staðreynd að Íslenska efnahagskerfið hefur aldrei í sögunni náð þeim stöðugleika sem krafist er í Maastricht samkomulaginu að þær þjóðir hafi sem vilja taka upp evru.

Ég held að á meðan þjóðin býr við krónuna þá sé það nánast útilokað að ná þessum stöðugleika í nánustu framtíð. Á meðan við erum að reyna að uppfylla þessi skilyrði þá þurfum við að búa við verðtryggingu og okurvexti sem hugsanlega verða búin að rústa efnhag heimila og fyrirtækja í landinu áður en við svo mikið sem komumst með tærnar inn í fordyri Evrópska seðlabankans hvað þá að við gætum rétt við efnahaginn og komið á stöðugleika.

Mér finnst að ráðamenn ættu að skoða þann möguleika að taka hér upp US dollar af einhverri alvöru og það sem fyrst, því nú gildir að hafa hraðar hendur, ekki er hægt að viðhafa vinnubrögð eins og um umhverfismat sé að ræða þar sem hraði snigilsins ræður för.

Það er hægt að nálgast mikinn fjölda greina eftir hina úmsu fræðimenn á netinu um það sem kallað er "dollarization", læt hér fylgja með slóð á eina slíka sem vistuð er á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 

 

 http://www.imf.org/external/np/leg/sem/2002/cdmfl/eng/na.pdf


Dagskipun þjónustufulltrúa - sönn saga

Það var ansi merkilegt að lesa það í blöðunum fyrir helgi að haft var eftir Pétri Blöndal alþm. að fólk gæti nú sjálfu sér um kennt hvernig komið væri fyrir heimilisbókhaldinu hjá því, fólk hefði verið að slá lán fyrir flatskjám !!! og utanlandsferðum!!!

  Mikið eigum við sauðsvartur almúginn gott að eiga svona kýrskýra þingmenn, þjóðin er í öruggum höndum, eða þannig.

 Þetta leiðir hins vegar hugann að því hvernig standi á því að venjulegt fólk hafi getað fengið lán til kaupa á fasteignum sem kosta 30 - 50 milljónir.

 Ég þekki ein ung hjón sem búa í Breiðholti, hann er iðnaðarmaður og hún er háskólanemi, þau búa í íbúð sem þau eiga ásamt bankanum sínum ( reyndar á bankinn íbúðina einn í dag, þökk sé þessari yndislegu verðtryggingu).

 Í fyrra, 2007, datt þeim í hug að fara að stækka við sig, nema hvað þau fara í bankann sinn til að fá upplýsingar um hvaða gögnum þau þyrftu að framvísa til að komast í gegnum greiðslumat. Þjónustufulltrúinn, afskaplega vingjarnlegur og notalegur, fór með þeim í gegnum það og þegar kom að tekjuliðnum þá sagði þessi elskulegi þjónustufulltrúi að hérna ættu þau að skrá allar þær tekjur sem þau hefðu, hverju nafni sem þær nefndust.

 Þessi ungi vinur minn, sem er ekki bara iðnaðarmaður heldur líka húmoristi, spurði þá í gríni hvort að hann ætti að telja fram svörtu vinnuna líka, hehehehe, haldið þið ekki að þjónustufulltrúinn hafi þá ekki litið upp grafalvarlegur á svip og sagt með alvöruþunga og grínlaust að hér ættu allar tekjur að koma fram, bankinn tæki tillit til allra tekna.

 Sem betur fer skildu þessi ungu hjón alvöru málsins og hættu við að fara í greiðslumat og búa enn í íbúð bankans í Breiðholtinu.

 En mér er spurn, hvað var eiginlega í gangi í bankakerfinu, voru bankamenn farnir að örvænta svo um að geta ekki staðið undir vaxtaloforðum ICESAVE / EDGE reikninga að þeir voru tilbúnir að lána út á hvaða bull pappíra sem þeim bárust í hendur ?, bara svo fremi að þeir gátu fengið einhvern til að ganga í snöru verðtryggingar og okurvaxta.

  Er þetta ekki eitthvað sem þarf að rannsaka ? Það væri fróðlegt ef einhver af  þeim aragrúa þjónustufulltrúum banka sem hafa misst vinnuna færu nú að leka einhverjum upplýsingum um hvað í ósköpunum gekk á í þessu svartafylliríi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband