Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Eyþór Arnalds og vinstri vaktin gegn ESB

 

Það er greinilega farið að fjúka í flest skjólin þegar Vinstri Vaktin gegn ESB er farin að vitna í góðan og gildan sjálfstæðismann (sem ég er reyndar sjálfur), en það er bara verst þegar upplýsingarnar eru kannski ekki aaaalveg réttar.  http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1262455/

Jú jú, auðvitað eru sumar vörur ávallt miðaðar við USD, en er ekki umhugsunarvert til hvaða landa við erum að selja okkar vörur.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands þá fluttum við út vörur til landa Evrópu árin 2000 - 2011 fyrir 3160,3 milljarða á meðan á sama tíma við fluttum út vörur til allra annarra landa í heiminum fyrir 665,7 milljarða eða rétt ríflega 20 % af því sem við fluttum út til Evrópu.

Þessar tölur hljóta að færa okkur heim sanninn um að lönd Evrópu eru okkar helstu viðskiptaaðilar, jafnvel grjótharðir ESB andstæðingar geta ekki neitað þessum tölulegu staðreyndum, en lengi skal manninn reyna.

 

 


Talandi um taktinn

Hvernig væri að háttvirtur ráðherra umhverfismála færi að tala í takt við atvinnulífið í landinu, það væru aldeilis viðbrigði fyrir landsmenn ef hún gerði sér grein fyrir að hjól atvinnulífsins þurfa að snúast til að einhverjir peningar komi í ríkiskassann og geti t.d. greitt hennar laun.
mbl.is „Betra ef við töluðum í takt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikanum er hver sárreiðastur

Ráðherrar í þessum löndum yrðu eflaust settir af, en munurinn á þessum löndum, sem Guðni telur upp, og Íslandi er sá að þeir eru með gjaldmiðil sem er viðurkenndur á heimsvísu. Íslenska krónan er því miður ekki viðurkennd víðar en hér á Íslandi, við gætum alveg eins verið með peninga sem væru litlir plastkubbar, þeir eru ekki meira virði erlendis.

En það hafa nú reyndar heyrst raddir frá háttsettum ráðamönnum erlendis um að evran sé kannski ekki að gera sig, ekki hafa þeir verið reknir eða settir af.

Er þetta ekki bara spurningin um hvort eigi að tala hreint út um hlutina og viðurkenna stöðuna eins og hún er en ekki berja höfðinu sífellt í næsta mjólkurbrúsapall með fortíðarþrá í sinni.

 


mbl.is Ráðherra yrði settur af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband