Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Framboð til stjórnlagaþings

Jæja þá er komin ákvörðun hjá mér um að bjóða mig fram til stjórnlagaþings. Ég er búinn að fá meðmælendur, takk fyrir traustið, og er að senda inn tilkynninguna.

Ég trúi því að manngildi sé mesti fjársjóður jarðar en mér finnst að Íslenskt þjóðfélag hafi beygt töluvert af þeirri leið. Ég hef þá skoðun að stjórnarskrá hvers þjóðfélags sé sá hornsteinn sem einstaklingarnir byggi sitt líf og öryggi á. Ég tel að við vinnslu á stjórnarskrá sé nauðsynlegt að tilkomi hópur fólks með ólíkan bakgrunn og með mismunandi lífsgildi. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum til að þjóðin geti fengið nýja stjórnarskrá sem hefur réttindi og öryggi einstaklingsins að leiðarljósi. Ég vil t.d. ekki aðskilja ríki og kirkju og ég er fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ég vil setja tímamörk á hversu mörg ár Alþingismenn og forseti Íslands geta setið. Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi listi en kannski smá innsýn um það hvaða áherslur ég set.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband