Hugleiðing um aðskilnaðarstefnuna.

Það hefur verið mikið í umræðunni undanfarið um að aðskilja kirkjuna frá ríkinu, fjöldi manns hefur lýst sig samþykk þessu. Ég get ekki tekið undir þessar raddir þar sem ríkið er jú fólkið í landinu og mikill meirihluti okkar sem hér búum er í þjóðkirkjunni.

Hvernig sér fólk framkvæmdina  fyrir sér ef svona aðskilnaður á sér stað ?

  Á kirkjan að koma sér upp félagatali sem hægt er að fletta upp í þegar t.d. dauðsfall ber að höndum og jarðarför er framundan ?, eða verður kannski farið að hola fólki niður utan vígðra grafreita ? 

  Á Íslenska þjóðkirkjan að stofna innheimtustofnun fyrir sóknargjöld sín ( sem ríkið innheimtir núna ) ? Hvað verður þá um þá sem lenda í vanskilum með sóknargjöldin, verða þeir reknir úr kirkjunni og fá ekki þá þjónustu sem þeir þurfa, eða munu þeir lenda á vanskilaskrá ? Það er staðreynd að fólk sem á í fjárhagslegum erfiðleikum leitar til sinnar kirkju um stuðning, bæði andlegan og efnislegan. Á að setja kirkjunni þær skorður að þurfa að meta hverjum hún hjálpar ?

   Það kemur fram í 62. grein stjórnarskrárinnar eins og hún er í dag "að hin evangelíiska lúterska kirja skal vera þjóðkirkja á Íslandii og skal ríkisvaldið styðja hana og vernda", er fólk virkilega tilbúið til að breyta þessu ?

  Ég tel að það sé hverju þjóðfélagi nauðsynlegt að hafa þjóðkirkju, þar koma fram grunngildi hvers þjóðfélags, siðfræði einstaklinganna sem þjóðfélagið búa og almennt viðhorf til lífsins.

  Ég fyrir mitt leyti er ekki tilbúinn að breyta þessu og ef ég fæ stuðning til setu á stjórnlagaþingi mun ég beita mér af krafti til að koma í veg fyrir svona aðför að Íslensku samfélagi.


Framboð til stjórnlagaþings

Jæja þá er komin ákvörðun hjá mér um að bjóða mig fram til stjórnlagaþings. Ég er búinn að fá meðmælendur, takk fyrir traustið, og er að senda inn tilkynninguna.

Ég trúi því að manngildi sé mesti fjársjóður jarðar en mér finnst að Íslenskt þjóðfélag hafi beygt töluvert af þeirri leið. Ég hef þá skoðun að stjórnarskrá hvers þjóðfélags sé sá hornsteinn sem einstaklingarnir byggi sitt líf og öryggi á. Ég tel að við vinnslu á stjórnarskrá sé nauðsynlegt að tilkomi hópur fólks með ólíkan bakgrunn og með mismunandi lífsgildi. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum til að þjóðin geti fengið nýja stjórnarskrá sem hefur réttindi og öryggi einstaklingsins að leiðarljósi. Ég vil t.d. ekki aðskilja ríki og kirkju og ég er fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ég vil setja tímamörk á hversu mörg ár Alþingismenn og forseti Íslands geta setið. Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi listi en kannski smá innsýn um það hvaða áherslur ég set.


Brimarhólms-heilkenni

Það verður ekki á embættismenn Íslands logið, nú ætlar sýslumaðurinn á Selfossi að eltast við 370 skuldara sem heykjast á því að mæta til hans og skrifa upp á fjárnámið og fyrirhugað uppboð.

 

Er þetta ekki einkennandi fyrir Íslenskt þjóðfélag að fyrstu handtökur eftir hrunið verða skítblankir og kinnfiskasognir almúgamenn sem skulda nokkra mánuði af húsinu sínu.

 

Þetta minnir mig á bréfin sem fundust í Danska þjóðskjalasafninu fyrir einum 15-20 árum. Þetta voru bréfasendingar á milli danskra yfirvalda og Íslenskra, en í þessum bréfum voru Danir að biðja íslenska valdsmenn að milda refsingar á íslenskum sakamönnum sem sendir voru út til afplánunar á Brimarhólmi, það var hreinlega farið að ganga fram af danskinum hvað Íslenskir valdsmenn voru dómharðir við snæris- og sauðaþjófa. Svör Íslenskra ráðamanna voru þau að ekki skyldi milda refsingar á íslendingum og ef Íslendingur væri dæmdur fyrir ólögmætt athæfi í kóngsins Köben þá skyldi dæma hann til hæstu mögulegu refsingu sem brotið byði upp á.

 

Það hefur greinilega ekkert breyst þegar kemur að skrílnum !!!!!!!!!!!!!!!


Danskurinn búinn að finna helvíti ?

Já það verður að segjast eins og er að maðurinn hefur rétt fyrir sér að mörgu leyti. Það var ekki einleikið hvað ráðamenn gátu hreykt sér eins og hani á haug í útlöndum yfir snilld okkar Íslendinga í viðskiptum(sic), Var það ekki forsetinn sjálfur hr. Ólafur Ragnar sem sagði við eitthvert opnunarteiti í London "you a'int seen nothing yet" og var þá að vísa til þess að við Íslendingar værum bara rétt að byrja að leggja undir okkur fjármálaheiminn. Það er ekki svona hátt á okkur risið núna. 
mbl.is Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dollar strax - plúsar og mínusar

Ekki hefur verið nóg skrifað eða skrafað að mínu mati um þá leið að taka hér upp US dollar sem gjaldmiðil. Það er einblínt á inngöngu í ESB og upptöku evru í framhaldinu, sem er í sjálfu sér mjög gott mál.

Eini hængurinn sem ég sé á því er sú staðreynd að Íslenska efnahagskerfið hefur aldrei í sögunni náð þeim stöðugleika sem krafist er í Maastricht samkomulaginu að þær þjóðir hafi sem vilja taka upp evru.

Ég held að á meðan þjóðin býr við krónuna þá sé það nánast útilokað að ná þessum stöðugleika í nánustu framtíð. Á meðan við erum að reyna að uppfylla þessi skilyrði þá þurfum við að búa við verðtryggingu og okurvexti sem hugsanlega verða búin að rústa efnhag heimila og fyrirtækja í landinu áður en við svo mikið sem komumst með tærnar inn í fordyri Evrópska seðlabankans hvað þá að við gætum rétt við efnahaginn og komið á stöðugleika.

Mér finnst að ráðamenn ættu að skoða þann möguleika að taka hér upp US dollar af einhverri alvöru og það sem fyrst, því nú gildir að hafa hraðar hendur, ekki er hægt að viðhafa vinnubrögð eins og um umhverfismat sé að ræða þar sem hraði snigilsins ræður för.

Það er hægt að nálgast mikinn fjölda greina eftir hina úmsu fræðimenn á netinu um það sem kallað er "dollarization", læt hér fylgja með slóð á eina slíka sem vistuð er á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 

 

 http://www.imf.org/external/np/leg/sem/2002/cdmfl/eng/na.pdf


Dagskipun þjónustufulltrúa - sönn saga

Það var ansi merkilegt að lesa það í blöðunum fyrir helgi að haft var eftir Pétri Blöndal alþm. að fólk gæti nú sjálfu sér um kennt hvernig komið væri fyrir heimilisbókhaldinu hjá því, fólk hefði verið að slá lán fyrir flatskjám !!! og utanlandsferðum!!!

  Mikið eigum við sauðsvartur almúginn gott að eiga svona kýrskýra þingmenn, þjóðin er í öruggum höndum, eða þannig.

 Þetta leiðir hins vegar hugann að því hvernig standi á því að venjulegt fólk hafi getað fengið lán til kaupa á fasteignum sem kosta 30 - 50 milljónir.

 Ég þekki ein ung hjón sem búa í Breiðholti, hann er iðnaðarmaður og hún er háskólanemi, þau búa í íbúð sem þau eiga ásamt bankanum sínum ( reyndar á bankinn íbúðina einn í dag, þökk sé þessari yndislegu verðtryggingu).

 Í fyrra, 2007, datt þeim í hug að fara að stækka við sig, nema hvað þau fara í bankann sinn til að fá upplýsingar um hvaða gögnum þau þyrftu að framvísa til að komast í gegnum greiðslumat. Þjónustufulltrúinn, afskaplega vingjarnlegur og notalegur, fór með þeim í gegnum það og þegar kom að tekjuliðnum þá sagði þessi elskulegi þjónustufulltrúi að hérna ættu þau að skrá allar þær tekjur sem þau hefðu, hverju nafni sem þær nefndust.

 Þessi ungi vinur minn, sem er ekki bara iðnaðarmaður heldur líka húmoristi, spurði þá í gríni hvort að hann ætti að telja fram svörtu vinnuna líka, hehehehe, haldið þið ekki að þjónustufulltrúinn hafi þá ekki litið upp grafalvarlegur á svip og sagt með alvöruþunga og grínlaust að hér ættu allar tekjur að koma fram, bankinn tæki tillit til allra tekna.

 Sem betur fer skildu þessi ungu hjón alvöru málsins og hættu við að fara í greiðslumat og búa enn í íbúð bankans í Breiðholtinu.

 En mér er spurn, hvað var eiginlega í gangi í bankakerfinu, voru bankamenn farnir að örvænta svo um að geta ekki staðið undir vaxtaloforðum ICESAVE / EDGE reikninga að þeir voru tilbúnir að lána út á hvaða bull pappíra sem þeim bárust í hendur ?, bara svo fremi að þeir gátu fengið einhvern til að ganga í snöru verðtryggingar og okurvaxta.

  Er þetta ekki eitthvað sem þarf að rannsaka ? Það væri fróðlegt ef einhver af  þeim aragrúa þjónustufulltrúum banka sem hafa misst vinnuna færu nú að leka einhverjum upplýsingum um hvað í ósköpunum gekk á í þessu svartafylliríi.


Afnám verðtryggingar

Eftirfarandi dæmi eru fengin af lánsreiknivélum glitnir.is

 Mikið hefur verið rætt og ritað um afnám verðtryggingar og eru menn mjög heittrúaðir á sitthvora afstöðuna, virðist ráðast af því hvort viðkomandi á peninga eða skuldar peninga.

 Lítum aðeins á raunhæft dæmi:

 Ef ég tek 10 milljónir að láni hjá Glitni til 40 ára á 20,6% vöxtum (breytilegum), þá endurgreiði ég á 40 árum rúmar 50 milljónir, þetta eru vextir sem bankinn býður og er greinilega reiknað með 14,01 % verðbólgu, því vextir af verðtryggðum lánum eru 6,5%.

 En lítum þá aðeins á verðtryggðu lánin:

 Ég tek 10 milljónir að láni til 40 ára og miðað við dæmið hér að ofan þá reikna ég með 14,01% verðbólgu á tímanum (kannski óraunhæft,en útgangspunktur þarf að vera fastur) og vextir eru fastir 6,5%, eftir 40 ár þá verð ég búinn að endurgreiða rúmlega EINN MILLJARÐ.

 Er ekki eitthvað vitlaust gefið í þessu þjóðfélagi!!!!   Hvernig í ósköpunum getur fólk verið sannfært um að réttlátt sé að lán geti HUNDRAÐFALDAST á 40 árum ?

 Það er bent á að greiðslubyrði sé mun léttari á verðtryggðum lánum en óverðtryggðum. Lítum aðeins á greiðslubyrðina af þessum lánum sem hér eru nefnd:

 Af óverðtryggða láninu er meðalgreiðslan rúmlega kr. 105.þús á mán ALLAN LÁNSTÍMANN, af verðtryggða láninu hins vegar þá er greiðslubyrðin fyrst mjög lítil eða ca 60 þús á mánuði en síðasta greiðslan er hins vegar kr. 11 milljónir eða 183svar sinnum stærri en fyrsta greiðslan, þetta á að vera voðalega sanngjarnt, eða svo segja þessir miklu spekingar sem tala fyrir verðtryggingu. Samkvæmt þessum sömu rökum þá eiga þessar greiðslur að vera svipað hlutfall af launum fólks, geta menn ímyndað sér að maður með 300 þús. í laun á mánuði verði með 55 milljónir í laun á mánuði eftir 40 ár, einhvern veginn hljómar það ekki sannfærandi.

 Ég tel að þetta sé eitthvað það mesta þjóðþrifamál sem fyrirfinnst nú á landinu að afnema verðtrygginguna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband