Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Afnám verðtryggingar

Eftirfarandi dæmi eru fengin af lánsreiknivélum glitnir.is

 Mikið hefur verið rætt og ritað um afnám verðtryggingar og eru menn mjög heittrúaðir á sitthvora afstöðuna, virðist ráðast af því hvort viðkomandi á peninga eða skuldar peninga.

 Lítum aðeins á raunhæft dæmi:

 Ef ég tek 10 milljónir að láni hjá Glitni til 40 ára á 20,6% vöxtum (breytilegum), þá endurgreiði ég á 40 árum rúmar 50 milljónir, þetta eru vextir sem bankinn býður og er greinilega reiknað með 14,01 % verðbólgu, því vextir af verðtryggðum lánum eru 6,5%.

 En lítum þá aðeins á verðtryggðu lánin:

 Ég tek 10 milljónir að láni til 40 ára og miðað við dæmið hér að ofan þá reikna ég með 14,01% verðbólgu á tímanum (kannski óraunhæft,en útgangspunktur þarf að vera fastur) og vextir eru fastir 6,5%, eftir 40 ár þá verð ég búinn að endurgreiða rúmlega EINN MILLJARÐ.

 Er ekki eitthvað vitlaust gefið í þessu þjóðfélagi!!!!   Hvernig í ósköpunum getur fólk verið sannfært um að réttlátt sé að lán geti HUNDRAÐFALDAST á 40 árum ?

 Það er bent á að greiðslubyrði sé mun léttari á verðtryggðum lánum en óverðtryggðum. Lítum aðeins á greiðslubyrðina af þessum lánum sem hér eru nefnd:

 Af óverðtryggða láninu er meðalgreiðslan rúmlega kr. 105.þús á mán ALLAN LÁNSTÍMANN, af verðtryggða láninu hins vegar þá er greiðslubyrðin fyrst mjög lítil eða ca 60 þús á mánuði en síðasta greiðslan er hins vegar kr. 11 milljónir eða 183svar sinnum stærri en fyrsta greiðslan, þetta á að vera voðalega sanngjarnt, eða svo segja þessir miklu spekingar sem tala fyrir verðtryggingu. Samkvæmt þessum sömu rökum þá eiga þessar greiðslur að vera svipað hlutfall af launum fólks, geta menn ímyndað sér að maður með 300 þús. í laun á mánuði verði með 55 milljónir í laun á mánuði eftir 40 ár, einhvern veginn hljómar það ekki sannfærandi.

 Ég tel að þetta sé eitthvað það mesta þjóðþrifamál sem fyrirfinnst nú á landinu að afnema verðtrygginguna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband