Dollar strax - plúsar og mínusar

Ekki hefur verið nóg skrifað eða skrafað að mínu mati um þá leið að taka hér upp US dollar sem gjaldmiðil. Það er einblínt á inngöngu í ESB og upptöku evru í framhaldinu, sem er í sjálfu sér mjög gott mál.

Eini hængurinn sem ég sé á því er sú staðreynd að Íslenska efnahagskerfið hefur aldrei í sögunni náð þeim stöðugleika sem krafist er í Maastricht samkomulaginu að þær þjóðir hafi sem vilja taka upp evru.

Ég held að á meðan þjóðin býr við krónuna þá sé það nánast útilokað að ná þessum stöðugleika í nánustu framtíð. Á meðan við erum að reyna að uppfylla þessi skilyrði þá þurfum við að búa við verðtryggingu og okurvexti sem hugsanlega verða búin að rústa efnhag heimila og fyrirtækja í landinu áður en við svo mikið sem komumst með tærnar inn í fordyri Evrópska seðlabankans hvað þá að við gætum rétt við efnahaginn og komið á stöðugleika.

Mér finnst að ráðamenn ættu að skoða þann möguleika að taka hér upp US dollar af einhverri alvöru og það sem fyrst, því nú gildir að hafa hraðar hendur, ekki er hægt að viðhafa vinnubrögð eins og um umhverfismat sé að ræða þar sem hraði snigilsins ræður för.

Það er hægt að nálgast mikinn fjölda greina eftir hina úmsu fræðimenn á netinu um það sem kallað er "dollarization", læt hér fylgja með slóð á eina slíka sem vistuð er á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 

 

 http://www.imf.org/external/np/leg/sem/2002/cdmfl/eng/na.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband