Ekki er öll vitleysan eins
21.8.2014 | 19:35
Börn af erlendum uppruna fái móðurmálskennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vitlaust reiknað
25.6.2014 | 12:03
Þrif fyrir ótrúlega lág laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Góð ræða í aðdraganda kosninga
6.3.2013 | 16:34
Snilldarræða hjá nafna mínum Pálssyni, mæli með því að fólk kíki á þennan tengil
http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/5774/
Tvöfalda þarf útflutningsframleiðsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samanburður á verðlagi og launum í Noregi og á Íslandi !!!!!!!! SLÁANDI
7.12.2012 | 23:39
Við hjónin vorum á ferð í Noregi í síðasta mánuði í tilefni fimmtugsafmælis bróður míns, en hann hefur búið í litlu þorpi í suður Noregi í 30 ár tæp. Við fórum í smá verslunarleiðangur, bæði í fataverslanir og í matvöruverslun. Það sem kom okkur óþægilega á óvart var verðlagið en á fötum var verðið töluvert lægra í krónum talið en hér heima, aftur á móti var verð á matvöru mjög svipað og á Íslandi. Þegar kom að raftækjum var munurinn enn meiri þ.e. mun ódýrara í Noregi en á Íslandi.
Hvað er það sem veldur þessu ? Ekki geta það verið launin, því laun í Noregi eru tvöfalt hærri en hér á landi. Er það vaxtastigið og verðtryggingin ? Eru það háir skattar, gjöld og tollar ? Er það há álagning kaupmanna ? Er það lágt gengi krónunnar ?
Eflaust er það allt þetta sem spilar þarna inn í hversu verðlag á öllu er hér hátt,en það er ansi fróðlegt að skoða hvað iðnaðarmaður í Noregi annars vegar og iðnaðarmaður á Íslandi hins vegar eru lengi að vinna fyrir þessum vörum. Tók saman til fróðleiks lista yfir vörur úr auglýsingabæklingum hér heima og frá Noregi, umbreytti því í klukkustundir og niðurstaðan er sláandi, það er ekki að furða að við stynjum undan því að draga fram lífið hér.
Ísland | Laun pr klst | 1.700,00 kr. | |
Laun pr mín | 28,33 kr. | ||
Ísk | Mínútufjöldi | ||
Appelsínur pr. Kg. | 318 kr. | 11,22 | mín. |
Svínarifjasteik pr. Kg | 798 kr. | 28,16 | mín. |
Jólaskinka pr. Kg. | 1.199 kr. | 42,32 | mín. |
Kjúklingabringur skinnlausar pr kg | 1.998 kr. | 70,52 | mín. |
Svína fillet pr kg | 2.895 kr. | 102,18 | mín. |
Kartöflur pr kg | 180 kr. | 6,35 | mín. |
Rauð vínber pr. Kg | 699 kr. | 24,67 | mín. |
Ferskur ananas pr stk | 650 kr. | 22,94 | mín. |
Oreo kex 154 gr. Pakki | 385 kr. | 13,59 | mín. |
Pepperoni álegg pr kg | 4.285 kr. | 151,24 | mín. |
Gróft brauð 600 gr | 379 kr. | 13,38 | mín. |
Almondy terta 400 gr | 1.258 kr. | 44,40 | mín. |
Svínagúllas pr kg | 1.198 kr. | 42,28 | mín. |
Bensín 95 okt. 1 ltr. | 254 kr. | 8,96 | mín. |
Playstation 3 500 gb | 69.895 kr. | 2466,88 | mín. |
Samsung 55 tommu sjónvarp LED Smart | 429.995 kr. | 15176,29 | mín. |
Samtals | 516.386 kr. | 18225,39 | mín. |
303,76 | klst. | ||
Bara matvara | 16.242 kr. | 573,25 | mín. |
9,55 | klst. |
NOREGUR | Laun pr klst | 215,00 kr. | |
Laun pr mín | 3,58 kr. | ||
Nok | Mínútufjöldi | ||
Appelsínur pr. Kg. | 9,90 kr. | 2,76 | mín. |
Svínarifjasteik pr. Kg | 29,90 kr. | 8,34 | mín. |
Jólaskinka pr. Kg. | 129,00 kr. | 36,00 | mín. |
Kjúklingabringur skinnlausar pr kg | 149,75 kr. | 41,79 | mín. |
Svína fillet pr kg | 149,00 kr. | 41,58 | mín. |
Kartöflur pr kg | 7,90 kr. | 2,20 | mín. |
Rauð vínber pr. Kg | 29,90 kr. | 8,34 | mín. |
Ferskur ananas pr stk | 14,90 kr. | 4,16 | mín. |
Oreo kex 154 gr. Pakki | 16,90 kr. | 4,72 | mín. |
Pepperoni álegg pr kg | 215,68 kr. | 60,19 | mín. |
Gróft brauð 600 gr | 19,90 kr. | 5,55 | mín. |
Almondy terta 400 gr | 44,90 kr. | 12,53 | mín. |
Svínagúllas pr kg | 69,90 kr. | 19,51 | mín. |
Bensín 95 okt. 1 ltr. | 15,45 kr. | 4,31 | mín. |
Playstation 3 500 gb | 1.795,00 kr. | 500,93 | mín. |
Samsung 55 tommu sjónvarp LED Smart | 14.995,00 kr. | 4184,65 | mín. |
Samtals | 17.692,98 kr. | 4937,58 | mín. |
82,29 | klst. | ||
Bara matvara | 887,53 kr. | 247,68 | mín. |
4,13 | klst. |
Eyþór Arnalds og vinstri vaktin gegn ESB
14.10.2012 | 22:49
Það er greinilega farið að fjúka í flest skjólin þegar Vinstri Vaktin gegn ESB er farin að vitna í góðan og gildan sjálfstæðismann (sem ég er reyndar sjálfur), en það er bara verst þegar upplýsingarnar eru kannski ekki aaaalveg réttar. http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1262455/
Jú jú, auðvitað eru sumar vörur ávallt miðaðar við USD, en er ekki umhugsunarvert til hvaða landa við erum að selja okkar vörur.
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands þá fluttum við út vörur til landa Evrópu árin 2000 - 2011 fyrir 3160,3 milljarða á meðan á sama tíma við fluttum út vörur til allra annarra landa í heiminum fyrir 665,7 milljarða eða rétt ríflega 20 % af því sem við fluttum út til Evrópu.
Þessar tölur hljóta að færa okkur heim sanninn um að lönd Evrópu eru okkar helstu viðskiptaaðilar, jafnvel grjótharðir ESB andstæðingar geta ekki neitað þessum tölulegu staðreyndum, en lengi skal manninn reyna.
Talandi um taktinn
12.10.2012 | 14:45
Betra ef við töluðum í takt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sannleikanum er hver sárreiðastur
5.10.2012 | 11:06
Ráðherrar í þessum löndum yrðu eflaust settir af, en munurinn á þessum löndum, sem Guðni telur upp, og Íslandi er sá að þeir eru með gjaldmiðil sem er viðurkenndur á heimsvísu. Íslenska krónan er því miður ekki viðurkennd víðar en hér á Íslandi, við gætum alveg eins verið með peninga sem væru litlir plastkubbar, þeir eru ekki meira virði erlendis.
En það hafa nú reyndar heyrst raddir frá háttsettum ráðamönnum erlendis um að evran sé kannski ekki að gera sig, ekki hafa þeir verið reknir eða settir af.
Er þetta ekki bara spurningin um hvort eigi að tala hreint út um hlutina og viðurkenna stöðuna eins og hún er en ekki berja höfðinu sífellt í næsta mjólkurbrúsapall með fortíðarþrá í sinni.
Ráðherra yrði settur af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skrítin áhersla í frétt
9.9.2012 | 13:36
22% vilja peseta á ný en 70% evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekkifrétt frá Orkuveitunni
17.5.2012 | 18:45
Orkuveitan birti á vef sínum 15 maí s.l frétt um hversu lánsamir við Íslendingar værum að kaupa vatn og rafmagn hér á landi miðað við nágrannalöndin, það munaði jafnvel hundruðum prósentum, sjá töfluna hér fyrir neðan.
Reykjavík Kaupm.höfn Stokkhólmur Osló Helsinki
Rafmagn 74.785 241.971 147.710 116.378 120.339
Húshitun 73.789 358.435 465.174 367.633 283.242
Kalt vatn 25.059 221.816 31.244 52.393 51.689
Fráveita 40.158 105.775 33.408 73.071 60.724
Alls 213.791 927.997 677.536 609.474 515.994
Eins og sést í fréttinni frá Orkuveitu Reykjavíkur, efri taflan, þá er kostnaður við að nota rafmagn og vatn 185 % dýrara í Noregi en á Íslandi. En hvað gerist ef við köfum aðeins dýpra og könnum hversu langan tíma iðnaðarmaður (málari) er að vinna fyrir þessum kostnaði, skoðum málið.
Íslenskur málari er með samkvæmt taxta kr. 1710 á klst., norskur málari er með kr. 4056 á klst. Það liggur í hlutarins eðli að dæmið hlýtur að líta öðruvísi út.
Íslenskur málari Norskur málari
Rafmagn 43,73 klst 28,69 klst
Húshitun 43,15 klst 90,63 klst
Kalt vatn 14,65 klst 12,91 klst
Fráveita 23,48 klst 18,01 klst
Samtals 125,01 klst 150,24 klst
Það er semsagt ekki nema rétt rúmlega 20 % dýrara að nota rafmagn og vatn í Noregi en á Íslandi, og þetta er þrátt fyrir að við höfum þessa fínu og ódýru hitaveitu. Og það er meira að segja dýrara fyrir okkur Íslendinga að nota kalt vatn og koma svo öllu frá okkur í fráveitukerfinu.
Við erum greinilega alveg að nálgast nágranna okkar í kostnaði við ofangreinda hluti.
Hvað er orðið um hluti eins og ódýrasta rafmagn í heimi og ódýrasta heitt vatn í heimi ?????????
Siðlausir kjúklingar, varúð ekki fyrir viðkvæma !
9.1.2011 | 18:27
Fór í Krónuna í dag með henni Hrefnu minni, fékk að keyra kerruna og allt.
Er ég í rólegheitum er að stýra kerrunni inn á milli áhyggjufullra samlanda sé ég að í boði eru kjúklingar frá Þýskalandi og aðeins á 598 kr. stk. Ég hugsaði með mér "hver andskotinn, á nú að fara troða inn á fólk ódýrum mat frá Evrópusambandinu".
Ég rölti yfir að kælinum með hreinræktuðu Íslensku kjúklingunum, nokkuð spenntur " við hljótum nú að geta toppað þetta innflutta dót"og jújú haldið þið ekki að þarna hafi legið útglenntir og spenntir Íslenskir kjúklingar. Mér létti stórum, þarna gat ég enn keypt mér heilan kjúkling á 2197 kr. stk og það alíslenskan, tollalausan og óþreyttan eftir sitt stutta ferðalag í búðina sem var bara frá Mosfellsbæ en ekki suðurhluta Þýskalands þar sem hann hefur eflaust þurft að fara í rútu eða jafnvel lest til að komast á hafnarbakka og komast í skip til Íslands.
Þetta bara gengur ekki lengur að stjórnvöld séu að bjóða fólki upp á þessi ósköp að geta keypt sér ódýran innfluttan mat, hvar er þjóðerniskenndin, þjóðarstoltið og montið yfir því að við getum framleitt hér kjúkling sem er oftast laus við salmonellusmit.
Hvernig verður þetta eiginlega ef við slysumst til að samþykkja inngöngu í Evrópusambandið ?
Má hinn almenni Íslendingur eiga von á þeim hryllingi og þeim hörmungum að geta keypt í matinn fyrir sig og sína fjölskyldu tiltölulega áhyggjulaust, jafnvel án þess að þurfa að hugsa um hækkun á yfirdráttarheimild eða veðsetja húsið sitt meira ? Nei, over my dead body, við verðum að koma vitinu fyrir fólk.
Bara svona smá pæling