Vitlaust reiknað

Drífa snædal gerir þau mistök að reikna gjöldin frá vitlausum enda, hún á að reikna þau miðað við reiknað tímakaup í grunninn, Ef það er gert þá verður útkoman allt öðruvísi og verktakanum meira í hag.
mbl.is Þrif fyrir „ótrúlega“ lág laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Dæmið sem er inn á heimasíðu SFR er ennþá kolrangt.

Væri hver einasta króna af innkomu nýtt í laun (semsagt enginn útlagður kostnaður dreginn frá), þá væru grunnlaun fyrir utan orlof kr. 1.533,90. (þá er gert ráð fyrir að greiða þau gjöld sem þarna eru talin upp og eru í sjálfu sér eðlileg).

Það er með ólíkindum að forsvarsmenn stéttarfélaga kunni ekki að reikna svona dæmi sæmilega rétt.

Gera þarf ráð fyrir einhverjum útlögðum kostnaði á móti sem dregst frá tekjum áður en hægt er að greiða út laun. Ekki er ætlast til að fólk reikni sér laun sem mynda rekstrartap.

Auk þess þarf einnig að hafa í huga að einstaklingur má hafa allt að kr. 1.000.000 á ári, í verktakavinnu (verktakalaun) án þess að vera með virkt vsk númer. (Ef heildartekjur eru meira en þetta þarf að reikna vsk á alla verktakavinnu).

Aðili sem vinnur við heimaræstingum sem aukavinnu gæti því hæglega verið innan við þessi mörk á ári og ef sá aðili rukkar kr. 2.500 en ekki kr. 1.992 (sem er fjárhæð án vsk). þá munar heilmiklu á afkomu rekstrarins.

Jón Óskarsson, 26.6.2014 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband