Samanburður á verðlagi og launum í Noregi og á Íslandi !!!!!!!! SLÁANDI
7.12.2012 | 23:39
Við hjónin vorum á ferð í Noregi í síðasta mánuði í tilefni fimmtugsafmælis bróður míns, en hann hefur búið í litlu þorpi í suður Noregi í 30 ár tæp. Við fórum í smá verslunarleiðangur, bæði í fataverslanir og í matvöruverslun. Það sem kom okkur óþægilega á óvart var verðlagið en á fötum var verðið töluvert lægra í krónum talið en hér heima, aftur á móti var verð á matvöru mjög svipað og á Íslandi. Þegar kom að raftækjum var munurinn enn meiri þ.e. mun ódýrara í Noregi en á Íslandi.
Hvað er það sem veldur þessu ? Ekki geta það verið launin, því laun í Noregi eru tvöfalt hærri en hér á landi. Er það vaxtastigið og verðtryggingin ? Eru það háir skattar, gjöld og tollar ? Er það há álagning kaupmanna ? Er það lágt gengi krónunnar ?
Eflaust er það allt þetta sem spilar þarna inn í hversu verðlag á öllu er hér hátt,en það er ansi fróðlegt að skoða hvað iðnaðarmaður í Noregi annars vegar og iðnaðarmaður á Íslandi hins vegar eru lengi að vinna fyrir þessum vörum. Tók saman til fróðleiks lista yfir vörur úr auglýsingabæklingum hér heima og frá Noregi, umbreytti því í klukkustundir og niðurstaðan er sláandi, það er ekki að furða að við stynjum undan því að draga fram lífið hér.
Ísland | Laun pr klst | 1.700,00 kr. | |
Laun pr mín | 28,33 kr. | ||
Ísk | Mínútufjöldi | ||
Appelsínur pr. Kg. | 318 kr. | 11,22 | mín. |
Svínarifjasteik pr. Kg | 798 kr. | 28,16 | mín. |
Jólaskinka pr. Kg. | 1.199 kr. | 42,32 | mín. |
Kjúklingabringur skinnlausar pr kg | 1.998 kr. | 70,52 | mín. |
Svína fillet pr kg | 2.895 kr. | 102,18 | mín. |
Kartöflur pr kg | 180 kr. | 6,35 | mín. |
Rauð vínber pr. Kg | 699 kr. | 24,67 | mín. |
Ferskur ananas pr stk | 650 kr. | 22,94 | mín. |
Oreo kex 154 gr. Pakki | 385 kr. | 13,59 | mín. |
Pepperoni álegg pr kg | 4.285 kr. | 151,24 | mín. |
Gróft brauð 600 gr | 379 kr. | 13,38 | mín. |
Almondy terta 400 gr | 1.258 kr. | 44,40 | mín. |
Svínagúllas pr kg | 1.198 kr. | 42,28 | mín. |
Bensín 95 okt. 1 ltr. | 254 kr. | 8,96 | mín. |
Playstation 3 500 gb | 69.895 kr. | 2466,88 | mín. |
Samsung 55 tommu sjónvarp LED Smart | 429.995 kr. | 15176,29 | mín. |
Samtals | 516.386 kr. | 18225,39 | mín. |
303,76 | klst. | ||
Bara matvara | 16.242 kr. | 573,25 | mín. |
9,55 | klst. |
NOREGUR | Laun pr klst | 215,00 kr. | |
Laun pr mín | 3,58 kr. | ||
Nok | Mínútufjöldi | ||
Appelsínur pr. Kg. | 9,90 kr. | 2,76 | mín. |
Svínarifjasteik pr. Kg | 29,90 kr. | 8,34 | mín. |
Jólaskinka pr. Kg. | 129,00 kr. | 36,00 | mín. |
Kjúklingabringur skinnlausar pr kg | 149,75 kr. | 41,79 | mín. |
Svína fillet pr kg | 149,00 kr. | 41,58 | mín. |
Kartöflur pr kg | 7,90 kr. | 2,20 | mín. |
Rauð vínber pr. Kg | 29,90 kr. | 8,34 | mín. |
Ferskur ananas pr stk | 14,90 kr. | 4,16 | mín. |
Oreo kex 154 gr. Pakki | 16,90 kr. | 4,72 | mín. |
Pepperoni álegg pr kg | 215,68 kr. | 60,19 | mín. |
Gróft brauð 600 gr | 19,90 kr. | 5,55 | mín. |
Almondy terta 400 gr | 44,90 kr. | 12,53 | mín. |
Svínagúllas pr kg | 69,90 kr. | 19,51 | mín. |
Bensín 95 okt. 1 ltr. | 15,45 kr. | 4,31 | mín. |
Playstation 3 500 gb | 1.795,00 kr. | 500,93 | mín. |
Samsung 55 tommu sjónvarp LED Smart | 14.995,00 kr. | 4184,65 | mín. |
Samtals | 17.692,98 kr. | 4937,58 | mín. |
82,29 | klst. | ||
Bara matvara | 887,53 kr. | 247,68 | mín. |
4,13 | klst. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þurfa launagreiðendur í Noregi að greiða u.þ.b. 40% ofaná launin í launatengd gjöld?
Halla Rut , 8.12.2012 kl. 00:31
Halla, veit ekki hver prósentan er á launatengdum gjöldum, en ég veit að þau eru ekki lítil og lág.
Þorsteinn V Sigurðsson, 8.12.2012 kl. 00:50
Ég veit svo sem ekkert hvað þið kallið launatengd gjöld en samkvæmt mínum heimildum er það launagreiðandi sem borgar launatengd gjöld.
Ég er iðnaðarmaður og vinn í Noregi, ég fæ c.a. 620.000 isk útborgað eftir skatta og öll gjöld miðað við 168 tíma á mánuði.
Guðmar 8.12.2012 kl. 03:44
Eg er nýlega kominn aftur heim frá Noregi, eg borgaði 37% skatt miða við 200 norskar a tímann og unnið 13 tíma a dag. Eg var að fá svona um 5-600 þús íslenskar a mánuði en eftir miklar pælingar og skoðun þá komst eg að því að vera a Íslandi með 300 þús a mánuði er maður i sömu málum og i Noregi. En að búa a Íslandi og vinna i Noregi er maður eignast mest fyrir unnin tíma.
haukur 8.12.2012 kl. 08:07
Ég hef líka búið í Noregi og komst að nákvæmlega sömu niðurstöðu og Haukur. Þegar allur kostnaður var reiknaður inn í dæmið var niðurstaðan nánast sú sama, hér og í Noregi. Ef maður pælir í því, þá hljóta há laun hjá þér sjálfum að þýða hærri greiðslu fyrir þjónustu annarra (sem eru jú líka á háum launum). Það sem var svakalega dýrt var t.d. Leikskólagjöld, húshitun, húsaleiga, umskráning á bíl og svo í lokin leiga á gámi fyrir búslóðina (innifalið í grunnverði var að komið var með gáminn, hann ekki settur niður og sóttur eftir 4 tíma, hér kostaði að hafa gáminn í viku ekki neitt). Svo er ég háð góðri læknisþjónustu og mér finnst ég fá best þjónustuna hér (ennþá).
Guðbjörg 8.12.2012 kl. 09:29
Það getur verið að einhverjum finnist það vera svipað að lifa af í Noregi og á Íslandi, aðstæður fólks eru jú mismunandi, bæði hvað varðar fjölskylduaðstæður og neyslumunstur.
Mér finnst það t.d. mjög athyglisvert og segja mikið um hvernig þjóðfélag Noregur er að í nóvember er einungis borgaður 1/2 skattur miðað við aðra mánuði. Þetta er víst gert vegna útgjalda fólks í desember en vitanlega má reikna með því að norska ríkið fái svipaðar tekjur bara í formi annara skatta.
Við hjónin hittum á flugvellinum í Osló gamlan kunningja sem hefur búið í Drammen (næsti bær við Osló) í 5 ár. Hann hefur starfað sem vöruflutningabílstjóri og býr í leiguhúsnæði með 14 ára dóttur sinni.
Hann sagði okkur það að um hver mánaðamót getur hann lagt fyrir dágóða upphæð, nokkuð sem hann upplifði ekki oft þegar hann bjó hér á Íslandi.
Það var ekki að heyra að neitt fararsnið væri á honum til Íslands, þarna liði honum vel og væri öruggur með framfærslu á sér og sinni dóttur.
Þorsteinn V Sigurðsson, 8.12.2012 kl. 12:07
Búinn að búa og vinna hérna í noregi í rúmt ár, starfa sem vélamaður hja littlu fyrirtæki á vestlandinu. ´Hér fæ ég 210 kr á tímann og með smá aukavinnu er eg að hafa 550 til 600 þús... ég leyfi mér að taka aukavinnuna med í dæmið þar sem ég hef alla hunds og kattar tíð unnið minnst 10 tíma vinnudag heima á íslandi. fyrir hrun gat ég verið med i kringum 300 þus utborgað.... eftir hrun var eg að fa 200 þus i vasann.
Hérna leigi ég lítið, eldra einbýlishús med rafmagni, fjölvarpi og interneti fyrir 5500 kr´norskar á mánuði. auk þess er innifalið eldiviður eins og ég þarf. Svo tryggði ég bíl hérna og komst að þvi að það var á sama verði og heima á íslandi.
Ég hef frá vinnunni nyjan vinnubíl og síma, extraslysa tryggingu sem kemur mér frammhjá öllum biðlistum ef eg lendi í slysi og þarf medhöndlun.
fyrir mig er þetta ekki spurningin eg hef það langt um betra hér enn heima... enn þvi miður togar Ísland alltaf mikið í mann svo þetta verður bara tímabundið.....
Agnar. 8.12.2012 kl. 13:05
Hm... hef séð svipaða útreikninga áður, en sjaldan sett jafn skemmtilega upp í Excel og hér hjá þér Þorsteinn
En flott uppsett og mikil vinna lagt í, er samt ekki alltaf það sama og að vera hárrrétt..
Nú skal ég ekki draga í efa að einhver ákveðinn fjöldi íslendinga (þeir sem hafa vinnu yfirhöfuð) séu með aðeins 80 nkr. á tímann, samtímis sem ég veit að margir hér eru með rúmar 200 nkr. (jafnvel 215 ) ég er ekki með það þrátt fyrir 27 ára starfsaldur, né heldur kona mín, þó hún sé nær því en ég.
Ég skal heldur ekki draga í efa að verðsamanburðurinn á matvöru og leikjatölvum sé réttur útfrá þeim verðum og verslunum sem þú notar í samanburðinum, en hversu margar mínútur íslandsbúinn í dæminu er að vinna fyrir hverjum hlut, samanborið við noregsbúann, er auðvelt að trixa til með því að velja einhver "meðal"laun í hvoru landi fyrir sig sem best hentar til að fá útkomu eftir eigin smekk, t.d. er ég milli 5 og 6 mín. að vinna fyrir bensínlítranum sem þú verðleggur á 15,45 nkr. á hinn bóginn kaupi ég svo gott sem aldrei svo dýrt bensín.
Eins og fram kom hér framar, er ég búinn að búa í Noregi yfir 27 ár, og er ég ekki í vafa um að það er betra að "lifa" í Noregi í víðasta skilningi þess orðs, að fá meira í vörum og þjónustu fyrir hverja unna mínútu, eins og samanburður þinn sýnir, er einn þáttur í því, sem aftur kemur fram í meiri tíma fyrir sjálfann sig og sína, en það er svo miklu meira en bara matvara, leikjatölvur og bensín, sem skapar gott samfélag.
Bara það að lifa mannsæmandi lífi af venjulegri vinnuviku, er mikilvægt í mati á lífsgæðum, að hafa stöðugleika og fyrisjáanleika í sínum fjármálum er annar stór þáttur, stærsta fjárfesting flestra er einmitt í húsnæði, skuldir sem stofnað er til í slíkar fjárfestingar, eru gjarnan stærsti útgjaldaliður yngra fólks, svo stöðugleiki í þeim málum er svo sannarlega mikilvægur.
Það er lítið atvinnuleysi í Noregi, en að mér skilst töluvert meira á Íslandi, í viðbót við atvinnulausa, bæði þessi samfélög bera og taka ábyrgð á sínum atvinnulausum, langveikum, öryrkjum og ellilífeyrisþegum við getum öll lent í því (vonandi sem flest okkar í þann síðasta) að falla undir einhvern þessarra hópa, það hvernig farið er með þá er líka lífsgæðaspurning, svona mætti lengi telja.
En um leið og ég hæli enn og aftur þessum vel fram setta samanburði hjá þér Þorsteinn ! með vissum "skepsís" á nákvæmni heimildanna þó , þá vil ég deila með bæði þér og öðrum áhyggjum mínum af þróun mála hér í Noregi.
Kostnaðsaukningin á flestöllum sviðum í þjóðfélaginu er orðinn áhyggjuefni, margt er falið og undanslegið vísitölureikningnum og þar með er verðbólgan "blöffuð" lág, en harkan í launauppgjörunum hvert vor sýnir og sannar að bilið milli ríkra annarsvegar og þeira með minni ráð hinsvegar stækkar óðum, að ekki segja þeirra sem virkilega geta kallst fátækir.
Ástæðan er eiginlega einföld, taumlaus græðgi þeirra ríkustu, ásamt skatta og gjaldagleði stjórnvalda, allt þetta gerir bæði einstaklingum og sveitafélögunum erfiðara fyrir að fá sama fyrir sömu tekjur frá ári til árs, að því er mér sýnist eiga íslendingar við akkúrat sama vanda að stríða, en í viðbót gífurlega óstöðugt efnahagslíf, sérstaklega rangsnúið varðandi skuldir almennings.
Þar er víst vinnudagurinn enn nokkuð langur á Íslandi í raun, hjá þeim sem hafa vinnu vel að merkja.
Svo enn sem komið er er "lífið" betra í Norge
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 8.12.2012 kl. 13:09
Þakka þér fyrir þitt innlegg Kristján, mjög athyglisvert að fá sjónarmið fólks sem þekkir hlutina á eigin skinni.
Mér fannst einmitt ástandið vera farið að bera svolítinn keim af ástandinu hér heima 2007, þ.e. mikil þensla og græðgi farin að ríða röftum í Noregi.
En ég er alveg sammála þér að stöðugleiki og fyrirsjáanleiki í skuldum fólks er einmitt það sem vantar hér á landi, það er mikill munur á að búa við svoleiðis ástand eða að vita aldrei hverjar þínar skuldir eru um næstu áramót.
Þorsteinn V Sigurðsson, 8.12.2012 kl. 13:22
þetta er einokunnarverslun dana að kenna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.12.2012 kl. 14:07
Takk ! Þorsteinn
Nákvæmlega sama sagði einn góður kunningi sem var í heimsókn hér fyrrasumar (2011) þegar hann sá hina gífurlegu útbyggingu á verslunarhúsnæði hér rétt utan við Kristiansand, "Þetta minnir mann óhugnalega á 2007 á Íslandi" sagði hann.
Og það er ekki spurning, allar þessar verslanir munu ekki lifa af í svo örum vexti í framboði, eftirspurnin er ekki svo mikil.
En það er einn reginmunur á þessu offramboði verslana hér og "bólgunni" fyrir hrun á Íslandi, og það er staða bankanna hér, miðað við þá íslensku fyrir hrun, þannig að slíkt hrun verður ekki hér á sama hátt, hvað sem annars skeður, um1992 og 93 varð nefnilega bankahrun hér í Noregi, eftir það voru reglur og eftirlit hert til muna, engin taumlaus "útrás" leyfð, þar að auki eiga norðmenn (ríkissjóður) 3500 milljarða nkr. "á bók" í útlandinu, á meðan norska ríkið skuldar aðeins 1400 milljarða nkr. (gríðarlegar upphæðir, ekki satt ?), svo þó margt minni á "sukkið" fyrir hrun á Íslandi, þá er hverfandi hætta á slíkum hildarleik hér.
En samt er ástæða til varúðar, sérstaklega hvernig mál hafa þróast í átt til meiri stéttarskiftingar, í kjölfar kostnaðsaukningar, en við höfum áður séð í okkar tíð, slíkt er gjarnan uppskrift að óróleika og illindum, það sjáum við núna í suður Evrópu t.d.
Veit ekki hvort þú ert klár á því, en það er búið að "linka" þennann ágæta pistil þinn á grúppusíðuna "Íslendingar í Noregi" þar sem bæði þau sem eru að spá í að flytja til Noregs, nýinnfluttir íslendingar og við sem erum búin að vera lengi, skiftumst á upplýsingum og skoðunum um einmitt svona eins og þú tekur til, svo þetta er bara flott.
https://www.facebook.com/#!/groups/2310365578/
Heyrumst kannski við annað tækifæri, takk fyrir núna
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 8.12.2012 kl. 14:51
Eg og kona min hofum lifad og starfad i Noregi i yfir tvo ar. Hun vinnur a barnaheimili og eg saga og kjarnabora steypu. vid hofum samtals um 60 tus norskar a man eftir skatt. sem er um 1,2-3 millj isl a man. vid leigjum einbylishus svolitid ut fra Stavanger og greidum 8500 kr norskar og audvitad alls kyns gjold,af bil og dyrt rafmagn og fl og fl. Eftir stendur af launum okkar um 10.000 kr norskar sem vid getum lagt fyrir a manudi eda gert eins og vid viljum med. Slikt gaeti eg aldrei a Islandi. Vid hofum tad margfalt betra en a Islandi. En eg er ekki ad segja ad allir hafi somu sogu ad segja. En her eigum vid mikid betra lif og vid erum anaegdri med skolakerfid og heilbrigdiskerfid her og tannlaeknar eru friir.
Dettur ekki til hugar ad fara til Islands aftur.
Olafur 8.12.2012 kl. 16:10
Ég fæ mikið flash back þegar ég les þetta. Ég bjó í Noregi 1980-1983 meðan óðaverðbólgan geisaði hér. Ég og vinir mínir eyddum löngum tíma í þessa útreikinga og umræður og einnig eftir að við fluttum heim. Á einhverjum tímapunkti ákvað ég að hætta þessu. Valdi að búa á Íslandi af því að ég vildi hafa fjölskylduna mína, vini og ættingja nálægt mér og ég vildi að dætur mínar yrðu Íslendingar. Min kynslóð fór líka í gegnum þetta að eiga minna og minna í húsnæðinu og í mörg ár gerðum við ekkert annað en vinna og borga af íbúðinni. Við ákváðum í rauninni að láta ekki slæma ríkisstjórn flæma okkur úr landi. Þær hafa margar verið hér. Ég sé ekki eftir þessu í dag, börnin mín og barnabörnin eru íslensk og þau geta hlaupið til mín á 3 mínútum. Við höfum getað annast aldraða foreldra okkar. Það er það sem skiptir máli. Kær kveðja, María Játvarðardóttir
María Játvarðardóttir 8.12.2012 kl. 19:47
Já María, sem betur fer höfum við flest val um hvar við búum, og eins og þú segir þá er það jú fjölskyldan sem skiptir miklu máli.
Einhverra hluta vegna þá erum við alltaf að spá í hvað kostar að lifa hér eða þar, hvar er best að vera, peningalega séð.
Ég hef nú löngum sagt það að peningar skipti engu máli, nema þegar þú átt þá ekki til, þá er eins og allt lífið snúist eingöngu um þá, en það er bara mín skoðun, en þarfapíramídinn er skýr,; ef þú átt erfitt með að eiga ofan í þig og á þá hugsar þú um lítið annað
Þorsteinn V Sigurðsson, 8.12.2012 kl. 20:10
Þetta er mjög vel uppsett og gaman að sjá svart á hvítu hver munurinn er.
á Íslandi hefur alltaf verið dreginn upp sú mynd af Noregi að þar séu háir skattar sem jafni út þann mun launa sem er á milli Íslands og Noregs.
Það er líka greinilegt af þeim sem hafa tjáð sig hér að það er ekki sjálfgefið að öllum farnist vel í Noregi, en munurinn er sláandi á hve lengi þú ert að vinna þér inn fyrir hlutunum, og greinilega mjög raunhæfur möguleiki á mun betri lífsgæðum í Noregi en heima á gamla fróni.
Benedikt jónsson 8.12.2012 kl. 20:26
Ekki gleyma að flytja vörur inn til Noregs er eflaust ódýrara og þeir flytja inn í miklu meira magni. Gámur kostar eitthvað til íslands en margir gámar kosta enþá minna, hvað þá landleiðina. Bara pæling ;) en bý í noregi og finnst allt fáránlega dýrt hérna og hef unnið við innflutning á Íslandi.
Ragnar J. Lárusson 8.12.2012 kl. 20:31
Jú Ragnar auðvitað háir það okkur að vera á eyju lengst norður í hafi og þar að auki með svona örmarkað eins og er hér heima.
Eðlilega þarf álagning kaupmanna að vera hærri hér en í Noregi út af smæð markaðarins og jafnvel meira lagerhaldi vegna fjarlægðar við markaði, en að lokum kemur maður alltaf að stóru spurningunni en það er íslenska krónan, er hún raunhæf til brúks, eða er hún kannski það sem gerir það að verkum að við getum búið á Íslandi.
Þorsteinn V Sigurðsson, 8.12.2012 kl. 21:17
Takk fyrir þetta. Það sem mér finnst svo ósanngjarnt á Íslandi er að þar þurfa foreldrar alltaf að vinna svo mikið og börnin oft á hrakhólum. Grunnlaunin eru svo lág að þau duga ekki fyrir lífsnauðsynjum. Og enn er verið að reka nýjar kynslóðir til að kaupa húsnæði því húsaleiga er svo há. Og þá lendir unga fólkið í vítisvélinni þar sem þú eignast ekkert fyrr en eftir áratugi. Og ef eitthvað breytist: fólk lendir í veikindum, skilnaði, áföllum, þá er erfitt að komast úr skuldapakkanum. Ísland er þrælakista, kannski er Noregur ekki eins vont land við venjulegt fólk sem á ekki sterka bakhjarla.
Rósa Halldórsdóttir 8.12.2012 kl. 21:55
Það er 36% skattur í Noregi á venjuleg laun og inni í því er lífeyrissjóðs og stéttarfélagsgjöld, en það mætti líka kanski taka inn í þetta hvað kostar að leigja húsnæði í Noregi eða á Íslandi og kyndikostnaður, þegar maður er búinn að setja það inn í þá er munurinn ekki svo ýkja mikill á því að búa í Noregi eða Íslandi því við þurfum öll að búa einhvers staðar :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 8.12.2012 kl. 22:23
Sæll Þorsteinn,
Flott grein og segir í raun allt sem segja þarf. Það sem er munurinn á Íslandi og Noregi er að fólk á meðallaunum á pening í vasanum eftir mánuðinn hér í Noregi, sem er afar erfitt á Íslandi.
Mig langar að kommenta smá á það sem aðrir hafa sagt hér og ég tel að sé ekki alveg rétt mynd af hvernig hlutirnir eru í Noregi. Einhver spurði hvort launatengd gjöld í Noregi væru 40%. Það er ekki rétt tala, launatengd gjöld eru á flestum stöðum 14,1%. Á sumum stöðum, aðallega nyrst í landinu er þetta gjald lægra. Innifalið í þessu gjaldi er lífeyrisframlag vinnuveitanda til almenna lífeyrissjóðskerfisins og tryggingagjald. Á Íslandi gera þessi gjöld samtals 15,79% (8% til lífeyrissjóðs og 7,79% tryggingagjald.
Síðan er í samningum flestra stéttarfélaga er aukagreiðsla til sérstaks lífeyrissjóðs (ekki endilega séreignarsjóðs), en þetta er samt ekki hjá öllum (aðallega hjá ríkinu og stærri einkafyrirtækjum).
Hvað varðar skattana hér, þá er gríðarlegur misskilningur í gangi varðandi þá. Almenn skattprósenta hér er 28%, ekki 36%. Það sem fólk ruglast á, er að síðan greiða launþegar 7,8% tryggingagjald, sem innfelur í sér lífeyrissjóðsiðgjald launaþegans. Spurning hvort hægt sé að kalla þetta skatt (þar sem ríkið sér um lífeyrissjóðskerfið), en þá yrðum við að bæta 4% sem íslenskir launþegar geriða í lífeyrissjóð ofan á það sem greitt er í skatta á Íslandi til að fá réttan samanburð.
Þar að auki er gríðarmikið að skattaafslætti í Noregi, m.a. af öllum vöxtum, barnagæslu, ferðum til og frá vinnu o.s.frv. Maður borgar því aldrei 28% af fullum launum.
Hálfur skattur í desember er líka atriði sem mikill miskilningur er um. Hér er ekki um það að ræða að maður borgi ekki skatt í þessum mánuði, heldur það að maður borgar minni staðgreiðslu. Í Noregi borgar maður hærri staðgreiðslu en maður ætti að gera aðra mánuði ársins til þess að fá skattfrjálsann júní og hálfann skatt í desember. Heildarskattur ársins dreifist því á 10,5 mánuði í stað 12.
Þetta er þægilegt kerfi, maður hefur meiri pening akkúrat þegar maður þarfnast þess, þ.e. í sumarfríinu og fyrir jólin, en borgar þá bara aðeins meira hina mánuðina.
Ingimundur K. Guðmundsson 8.12.2012 kl. 22:52
Takk fyrir gott innlegg Þorstienn, alltaf þess virði að gera samanburð. Spurningin er ekki hvort kaupmátturinn er betri í Noregi heldur kannski frekar hversu miklu betri hann er? Annars er skömm að því hvað Norsk stjórnvöld skattpína þjóðina án þess að þurfa þess, ótrúlegt að horfa upp á það hvering þeir safna auðnum með augun rauð af græðgi og fjárfesta í fyrirtækjum út um allan heim, fyrirtækjum sem þeir vona að veiti þeim enn meira ríkidæmi, maður spyr sig til hvers, eru þeir ekki nógu ríkir nú þegar? Annars þekkjum við það svo sem að græðgin kallar á meira, menn sem vita ekki aura sinna tal eiga aldrei nóg að þvi er viriðst. Hér er vitleysa og vanþekking við stjórn, algjörlega grútmáttlaust löggjafarvald sem annaðhvort þorir ekki eða hefur ekki visku til að taka á þessu ömurlega ástandi sem hér ríður húsum. Ekki svo að skilja að ég sé sáttari við þá sem sökktu skútunni því það er ég svo sannarlega ekki, en það er aumt að vera íslendingur í dag og vita ekkert hvað maður getur gert í þessu svokallaða réttarríki okkar til þess að breyta þessu ólíðandi ástandi. En ég leifi mér bara að fullyrða það að á meðan ríkisvaldið hugar ekki að þegnunum heldur einungis að eigin skinni og því hvernig valdhafarnir geti skarað eld að eigin köku, þá er ekki von á góðu. Hugsanlega felst öll lausn í því að við pökkum bara niður og flytjum öll til Noregs, þangað sem þorri landsmanna er upprunnin hvort er eð. Ja ég hugsa að yrði aumt á þingi þá, ef við værum ekki til staðar lengur til að greiða fyrir spillingunni.
Inga 9.12.2012 kl. 02:27
Takk fyrir thetta innlegg Thorsteinn, mjög athyglisvert.
Ég thurfti ad taka ákvördun um hvort ég ætti ad flytja til Íslands frá Frakklandi med eiginmanni og 16 mánada barni árid 1978. Eftir langt rabb vid pabba um praktísk mál eins og laun, lífeyrissjód, verd á matvöru, barnagæslu o.th.h. sagdi hann vid mig at thetta væri ákvördun, sem ég yrdi ad taka med hjartanu, ekki buddunni. Thad vard úr ad vid fluttum heim. Árid 1980 eftir langa stjórnarkreppu voru tekin 2 núll af krónunni. Árid 1983 thegar vid vorum nýbúin ad kaupa húsnædi og verdbólgan var komin upp úr öllu valdi, var vísitölutrygging launa tekin úr sambandi en verdtrygging lána hélt áfram. Laun og verdlag var thannig ad vid thurftum ad taka alla thá yfir- og aukavinnu sem baudst. Barnagæsla var bara hálfur dagur fyrir hjón, thannig ad hvert hádegishlé í vinnu fór í ad flytja börn á milli leikskóla og dagmömmu. Listinn var langur og lengdist sífellt. Á thessum árum missti ég thær tilfinningar, sem ég hafdi bordi til Íslands, hjartad brast thegar thad var svikid. Landid er eitt af theim fallegustu í heimi, fólkid er hörkuduglegt og gott og á skilid betri stjórnun en thad hefur fengid í gegnum tídina. Ég er búin ad búa í Danmörku sl. 17 ár og fylgist núna med börnunum mínum ganga í gegn sama baslid og vid foreldrar theirra gengu í gegnum thegar thau voru smábörn. Thad er búid ad svíkja thau líka og gömul reidi blossar upp hjá mér aftur. Ég sé thví midur ekki fram á neinar breytingar í brád.
Regína Hardardóttir 9.12.2012 kl. 08:19
Takk fyrir Þorsteinn og svo líka allir hinir með rökin að búa á íslandi eða ekki .
Já hvort er betra ?.
Þetta fólk sem er búið að flýja Ísland er það með einhverjar skuldir á bakinu ?
Ég er iðnaðarmaður og er með laun sem ég er sáttur við (en vill samt alltaf meira)en með mínar skuldir á bakinu (verðtryggð stökkbreytt lán) get ég ekkert lagt til hliðar en ef ég væri skuldlaus og væri að leigja íbúð þá væri ég í góðum málum. Er það ekki málið að allir hafa það svona gott þarna í Noregi skuldlausir.
Bara smá pæling.
Snorri Harðarson 9.12.2012 kl. 13:19
Af því að ég kann nú líka á Excel og þarf að sannreyna allar upplýsingar þá kíkti ég betur á þetta. Reiknaði semsagt norsku verðin yfir í íslenskar krónur og bar saman.
Í ljós kemur (miðað við þínar upplýsingar) að matvara er 22% DÝRARI í Noregi. Það er nokkuð sláandi.
Launamunurinn er aftur á móti rosalegur. Miðað við þetta eu laun 182% hærri í Noregi. Þar hefði ég búist við að 100% færu nærri lagi.
Það er ekki hátt verðlag sem er vandamálið á Íslandi ... það eru lág laun ... þessi litla excel-æfing er dæmi um það.
Elfa Jöns 9.12.2012 kl. 14:13
Ingimundur:
Tryggingagjaldið norska sem launþegar borga ofan á skattinn sinn er fullkomlega sambærilegt við íslenskt tryggingagjald sem atvinnurekendur borga. Þetta hefur ekkert með líferyeissjóð að gera.
Þetta er beinn skattur og launaskattar á launafólk eru þessu hærri í Noregi.
Elfa Jóns 9.12.2012 kl. 14:17
Elfa, þakka þér fyrir þitt innlegg í umræðuna.
Mér finnst það ekki skipta höfuðmáli hvert verðið er á matvörunni, að mínu mati er það hversu mikið fólk þarf að vinna til eiga fyrir matnum, það er sláandi.
Ég er alveg sammála þér að laun á Íslandi eru alltof lág, hver svo sem ástæðan er fyrir því.
Þorsteinn V Sigurðsson, 9.12.2012 kl. 16:23
Mér finnst það reyndar skipta nokkru máli hvaðan munurinn kemur.
Fólk þarf að geta beint kröftum sínum til að laga rétta hluti hér á Íslandi. Það væri til dæmis ósanngjarnt að ráðast að matvörukaupmönnum, sem þó væri hætta á eftir þína framsetningu.
Eins líka ef fólk hyggur á flutninga til Noregs, þá þarf það að átta sig á hvar það græðir og hvar það tapar.
Ástæðan fyrir lágum launum á Íslandi er hrunið og fall krónunnar. Alveg klárlega. Fyrir 5 árum hafði fólk tvöfalt hærri laun á Ísland (sama krónutala, "fyrirhruns" gengi) ... og þá voru heildarlífskjör á milli Íslands og Noregs bara nokkuð svipuð.
Elfa Jóns 9.12.2012 kl. 18:20
Þorsteinn, í fyrsta lagi takk fyrir mjög áhugaverðan samanburð.
Mér fannst t.d. mjög sláandi að ég get keypt mér farmiða til Osló, farið inn í raftækjaverslun, keypt mér Samsung sjónvarp með fullum norskum sköttum, flutt það með mér heim, borgað af því íslenskan virðisaukaskatt (án ferðamannaafsláttar) og samt komið út í plús miðað við að labba inn í raftækjaverslun í Reykjavík!
Hvorki háir skattar né fámennismarkaður skýrir það!!!
En það sem vantar í þennan samanburð er kostnaður á húsnæði og orku þangað til allt er tekið með er samanburðurinn í nánast marklaus.
Og Elfa, nú síðast... Nei, hrunið var ekki valdur í því að það fór að halla á Ísland í samanburði við Noreg. Í raun var staðan aldrei eins og hún "mældist" 2007 - það voru bólutölur, sem byggðust á lántökum en var aldrei... tja... raunverulegur raunveruleiki. Staðan hefur því verið svona í áratugi.
En samt höfum við í raun alveg sömu náttúruauðlindir og Norðmenn....
Steingrímur Jónsson 9.12.2012 kl. 19:11
Þetta er ágætt svo langt sem þetta nær, segir bara pínulítið brot af sögunni.
Það vantar inní þetta til dæmis íbúðarverð, og leigukostnað.
Kyndingarkostnaðinn (Rafmagn) já og margt fleira.
Þetta með að í Nóv ´sé hálfur skattur er nú bara ekki alveg svona.
Þannig er að í Noregi þá er 40þús Nok persónuafsláttur og kemur hann upp á móti skatti svona ekki ósvipað og heima. En margir nota það td. til að borga lægri skatt í nóv. En svo má nefna að á íslandi þá er Orlofsuppbót og Desemberuppbót sem ég hef ekki fengið í Noregi.
það eru bæði plúsar og mínusar en eftir því sem ég er lengur í Noregi þá sé ég nú samt hvað það er ofsalega margt bara í mjög góðu lagi heima. Best er að vinna í Noregi og búa á Íslandi og það hef ég gert í nokkur ár. Vinn í olíunni og borga ekki fæði flug eða húsnæði mæti í vinnuna á Akureyrarflugvelli. Þá eru þetta uppgrip. Vinn 168tíma á 14 dögum og á svo 21 dag í frí. Fyrir hrun hefði þetta ekki verið áhugavert að vinna hér og því síður að búa hér.
Valur Benediktsson 9.12.2012 kl. 19:26
Steingrímur:
Ég er fyllilega sammála þér að það voru bólutölur fyrir hrun ... en þá voru samt laun mjög há á Íslandi. Þá bjó ég í Danmörku og laun þar og á Íslandi voru nánast sambærileg (dönsk laun voru þá hærri en norsk).
Svona var þetta samt, þó bóla væri, eins heimskulegt og það nú var.
Mér þætti áhugavert að heyra hvort þessi launasamanburður han Þorsteins stenst. Getur verið að fólk fái almennt 3-föld laun í Noregi miðað við Ísland?
Elfa Jóns 9.12.2012 kl. 19:28
Nú heyri ég annars staðar í kringum mig að í Noregi bjóðist oftar 100% hærri laun en á Íslandi ... ekki 182%. Þá er mínútureikningurinn nú orðinn talsvert öðruvísi.
Elfa Jóns 9.12.2012 kl. 19:33
svo lika fólk sem flytur til norge og buin að búa þarna i x langan tima það pælir litið iþvi hvad hlutirnir kosta i islenskum kronum en turisti sem fer til norge i heimsokn i nokkra daga sem pælir i öllu hvad allt kostar i islenskum kronum asnalegt blog hja þessum steini5,blog.is
gunna sigga 9.12.2012 kl. 19:39
Elfa:
Tryggingagjald einstaklinga í Noregi (7,8% á laun og 4,7% á lífeyrisþega) er ekki fullkomlega sambærilegt við tryggingagjald atvinnurekanda á Íslandi, enda innfelur tryggingagjaldið hér í Noregi greiðslu í almennan lífeyrissjóð (því það er ríkið sem rekur hinn almenna lífeyrissjóð). Það sem er sambærilegt er þetta:
Á Íslandi:
4% iðgjald einstaklings í lífeyrissjóð + 8% iðgjald atvinnurekanda í lífeyrissjóð + 7,79% trygingagjald atvinnurekanda. Samtals: 19,79%
Í Noregi:
7,8% tryggingagjald launþega + 14,1% tryggingagjald atvinnurekanda. Samtals 21,9%
Talan er vissulega hærri í Noregi, en bætur eru líka oftar betri í Noregi en á Íslandi, sérstaklega þegar kemur að réttindum atvinnulausra.
Ingimundur K. Guðmundsson 9.12.2012 kl. 19:53
ég verð bara að blanda mér inn í umræðuna því fyrir mér eru íslendingar afskaplega oft að bera saman epli og appelsínu . Nú hef ég búið og unnið í Noregi í 18 ár, þar af unnið með laun í mörg ár. Laun í Noregi eru há, enn það er líka dýrt að lifa hérna, einhver talaði um húsaleigu í Stavanger um 8500 Nkr, flestir þurfa að borga mun meira eða frá 15 - 25000 Nkr. Það er ekki þannig að fólk sleppi með minni skatt í nóvember eins og margir álíta, norðmenn borga skatt fyrir 12 mánuði á 10,5 mánuðum, þ.e.a.s. þeir borga hærri skatta flesta mánuði ársins til að fá júni skattafríann og november með 1/2 skatt. Skattprósentan (skattur og tryggingargjald) af launum er háð því hversu mikið þú skuldar, vextir af lánum geta lækkað skattinn þinn. En skatturinn er hár, sumir eru að borga að/yfir helming launa sinna í skatt, með óbeinum sköttum borgum við talsvert meira í skatta en á Íslandi - og fáum kannski minna tilbaka... Kröfur um innborgun í lífeyrissjóð er ekki nema 2% af launun, og það er nýtt - ég vann í mörg ár án þess að mitt fyrirtæki borgaði fyrir mig í lífeyrissjóð. Sem betur fer sjá fleiri og fleiri fyrirtæki sóma sinn í að borga hærri prósentu í lífeyrissjóð (NB dette er lífeyrir sem kemur í viðbót við minsta lífeyri frá ríkinu sem er dekkað af tryggingargjaldinu). Ég gæti haldið svona áfram, en stoppa með að leiðrétta mjög algengan misskilningi sem er sá að vinnuvikan sé 37,5 tímar í Noregi, í raunveruleikanum er vinnutíminn 40 tímar þegar hádegismat er bætt inn, hann telst bara ekki sem vinnutími eins og á Íslandi. Er það betra á Íslandi eða Noregi? Fyrir mig og mína fjölskyldu var það því hérna fengum við atvinnutækifæri sem við hefðum aldrei fengið heima, enn okkar vinnudagur hefur líka alltaf verið gott yfir 40 tímar á viku. Og svo er það eins og einhver nefndi, bakhliðin við að búa hérna er minna samband við fjölskylduna heima. Svo kannski skiptir það ekki svo miklum máli hvað mjólkin kostar heima miðað við hérna, það sem skiptir máli er að hvort maður getur lifað sómasamlegu lífi án þess að vinna sig í hel og nálægð við fjölskyldu og vini .
Bjørg Kristinsdottir 9.12.2012 kl. 20:42
Verð að segja að þessi umræða er gjörsamlega úti á túni. Hér er verið að bera saman eyþjóð sem lifir að stæðstum hluta á fiskveiðum og ríkasta land i heimi. Af hverju berum við okkur ekki saman við Svíþjóð eða Danmörk. Það varð hrun hér og við fáum að súpa seyðið af því. Noregur lenti líka í hruni en þeir höfðu efni á því. Það má benda á að Norski olíusjóðurinn tapaði 1540 miljörðum á þremur mánuðum á þessu ári. Fyrirbþá aura gætum við íslendingar lagt fjögurra akgreina hraðbraut til Egilstaða. Það er bara ekki hægt að líkja þessum löndum saman.
Níels Steinar Jónsson, 9.12.2012 kl. 22:09
Þetta með skattana. Til að bera einmitt saman epli og epli þarf að taka tillit til lífeyrissjóðsgreiðslna og launatengdra gjalda þegar borinn er saman skattlagning milli landa. Skattur á laun á Íslandi er sá hæsti sem finnst þegar launatengdum gjöldum og lífeyrissjóðsgjöldum er bætt við. Hann er á milli 40-50% á meðaltekjur og fer að hámarki í ríflega 60%. Íslendingar eiga líklega heimsmet í sköttum á laun eins og þeir eiga heimsmet í virðisaukaskatti en 25,5% hlutfallið er það hæsta í heimi. Með þessari skattgleði fylgir svo líka heimsmet í sóun á almannafé.
IG 9.12.2012 kl. 22:14
Níels, það er náttúrulega ekki verið að bera þessi lönd saman að ástæðulausu, fólk er jú að flytja til Noregs í stórum stíl og ég er nokkuð viss um að þessu fólki er nokkuð sama um hversu miklum fjármunum Norski olíusjóðurinn tapaði á þessu ári.
Fólk, eðlilega, hugsar fyrst og fremst um eigið skinn og hvar það kemst best af í lífinu.
Þorsteinn V Sigurðsson, 9.12.2012 kl. 22:15
Laun í noregi eru hærri og ódýrara að lifa til langstíma. Einkumm vegna niðurgreiðslu vaxta og vaxtastigs. Ætli menn að lifa hér ódýrara en á Íslandi án húsnæðis þá verða menn að aðlaga sig að matarpakkanum, hætta að kaupa gos í dós, drekka vatn og borða ekki nammi. En þessir hlutir eru bara það dýrir miðað við allt að manni finnst þeir ekki þess virði eftir á. Skyndibitamenning, gosþamb og salgætisát er dýr lúxus í noregi en raftæki, kjúklingur, svínakjör og hakk út úr búð ódýrar
SAS 9.12.2012 kl. 23:30
Þorsteinn, það væri fróðlegt að bera saman kostnað við húsnæði, hita, rafmagn, bíl og eldsneyti.
Þá er ég að tala um að gera sömu kröfur til hlutanna.
Hvað myndi kosta þig að búa í sambærilegu húsi (eiga eða leigja)?
Hvað kostar að eiga og reka bíl/bíla eins og þú gerir kröfu um á Íslandi?
Það er ekkert mál að fá út hagstæðari tölur fyrir Noreg ef kröfurnar eru allt aðrar og minni.
Páll 10.12.2012 kl. 09:13
Já Þorsteinn fólki er sama er fyrst og fremst að hugsa um eigið skinn. Það er umhugsunarvert í ljósi síðustu ára. Það kemur fram hér að ofan að menn hafa mismunandi reynslu af að búa í Noregi og athyglisvert að Kristján sem hefur búið hvað lengst þar gefur að mínu mati nokkuð heilbrigða mynd af aðstæðum. Nýfluttir og þeir sem ætla að flytja eru með ranghugmyndir og laun eins og einhver nefnir 1,2 milj hvort hjóna eftir skatta er nátúrulega bara bull.Þú verður að vinna í olíuiðnaðinum til að fá svoleiðis laun. Ég bjó sjálfur í Noregi með smá hléum milli 79 og 87. Ég upplifði aðdragandan að hruninu í Noregi upp úr 90 og ákvað að yfirgefa svæðið. Eg horfði svo á Íslendinga fara í sama farið upp úr 2000 og verð að segja að ég trúði varla því sem ég sá. En Noregur er í dag stór bóla, olíubóla með hvað mesta stéttarskiptingu í gervallri Skandinaviu. En við skulum ætla að við réttum úr kútnum hér á klakanum og komum lánamálum , sem er okkar helsti djöfull, í lag. Norska krónan hefur gegn um tíðina nánast alltaf legið í ca tiu eða þar til 2008. Það gerir 215 krónurnar að 2150 ísl. Ef við gefum okkur að við náum áttum hér á klakanum getum við reiknað með að svo verði aftur. Þu minntist á lág laun hér. Af hverju skildi það nú vera. Jú í bólum lækka laun og miskipting eykst. Við fluttum inn þúsundir af ódýru vinnuafli og komum þeim fyrir í kompum hér og þar og borguðum þeim skítalun. Ég fullyrði að þetta lækkaði launin yfir heildina. Þetta er einnig partur af atvinnuleysinu hér því stór hluti af okkar erlenda vinnuafli er ekkert að fara aftur heim af skiljanlegum ástæðum. Sama eru Norðmenn að gera í dag. Þeir fá yfir til sín erlent vinnuafl á launum sem þeir eru ekki tibúnir að vinna á sjálfir. Menn skyldu hugsa sig vel og vandlega um áður en þeir flytja á vit Noregs. Dýrtíðin er að aukast þar og Norðmenn þurfa að hafa meira og meira fyrir því að sækja olíuna sína. Ég hef farið víða og ég fullyrði að hvergi nokkurstaðar í Evrópu ætti að vera betra að búa en hér. Ég segi ætti því ekkert land í Evrópu býr eins miklum auðlindum og við hér. Það þarf bara að taka hressilega til hér í spillingunni svo allir njóti góðs af þeim auðlindum. Það var frábært að búa í Noregi á þessum árum áður en olíu ruglið tók við. Norðmenn voru tiltölulega afslappaðir og með fókusinn á fjölskylduna og samveruna. Launin voru svipuð og hér
Níels Steinar Jónsson, 10.12.2012 kl. 09:32
Það sem gleymist í þessum samanburði er sú staðreynd að Norska krónan er stórlega ofmetin rétt eins og Íslenska krónan var fyrir hrun.
Það má gera ráð fyrir að Norska krónan sé um 60% of hátt skrifuð á meðan sú Íslenska sé um 30% of lágt skrifuð.
Allur samanburður á milli Noregs og Íslands er bjagaður og ekki á vetur setjandi eins og staðan er í dag, hátt skráð Norsk króna kemur Íslenskum útflutningi til góða, eins og sakir standa, þar sem við keppum á sömu mörkuðum með afurðir eins og fisk.
Það sem viðheldur ofursterki Norskri krónu er innflæði af olíudollurum rétt eins og innflæði af lánsgjaldeyri hélt Íslensku krónunni hátt skráðri 2007.
Samanburður á milli Íslands og Noregs verður varla raunhæfur fyrr en annað af tvennu gerist, straumur af olíugjaldeyri stöðvast til Noregs eða olíugjaldeyrir fer að streyma til Íslands.
Big Mac 10.12.2012 kl. 10:06
Hver er svo munurinn ef þú fjárfestir í húsnæði?
Burtséð frá verðmuni á sambærilegur húsnæði í þessum tveim löndum þá er endurgreiðslan á láninu hér á landi margföld á við verðið vegna verðtryggingarinnar.
Hver er endurgreiðsla á húsnæðisláni í Noregi?
kv,
Guðgeir Kristmundsson 10.12.2012 kl. 12:38
Þakka ykkur öllum fyrir ykkar þátt í þessari umræðu, einhvers misskilnings virðist gæta hjá nokkrum hvað varðar gengi norsku og íslensku krónunnar. Það breytir norðmenn mjög litlu hvert gengi íslensku krónunnar er, þeir, eins og við eru með sín laun í innlendum gjaldmiðli og meðan gengið er í lagi þá er verðlagið hagstætt.
Það er alveg rétt að inn í þetta dæmi þarf að taka fleira eins og rekstur húsnæðis og bíla, kannski kem ég með það seinna.
Þorsteinn V Sigurðsson, 10.12.2012 kl. 17:40
Sæll vertu, er ekki dálítið skrítið að vera alltaf að bera saman í bláköldum tölum muninn á Íslandi og Noregi og vera í besta falli að gera grín að afkomu okkar hér á landi, er Noregur ekki eitthvert ríkasta land í heimi og er þá ekki eðlilegt að fólk hafi það eitthvað betra en við hér mér finnst ekkert athugavert við það, að miða við það sem ég ef lesið af þessum áhugaverðu skrifum, (hef ekki þó ekki lesið það allt) þetta er að ég best veit skuldlaus þjóð og ætti þá að geta gert vel við þegna sína og ef til vill fleiri.Skulda þeir svo ekki talsverðar upphæðir til íbúa jarðar bara í einhverskonar mengunar gjald vegna olíunnar, ég gæti trúað því.
Ólafur Björnsson 10.12.2012 kl. 18:31
Við hjónin erum búin að búa hér í Noregi í 2 ár og það er mikill munur að búa hér eða á Íslandi, að minnsta kosti hjá okkur...Við höfum það mikið betra hér en á Íslandi. Getum borgað allar okkar skuldir á Íslandi mikið hraðar en á Skerinu. Leigan hér þar sem við búum (Í suður Noregi) er miklu lægra en á Íslandi. Launin sem ég fæ borga leiguna.....eftir að hafa borgað hana á ég ennþá 400.000 þús ísl eftir.... efa að manneskja sem vinnur á hjúkrunarheimili á Íslandi eigi það eftir, eftir að hafa borgað leigu.
Við getum lagt fyrir ein laun á hverjum mánuði eftir að borga allt hér, og hús og lán á Íslandi. Svo að mér finnst mjög skrítið þegar fólk heldur því fram að það sé eins að búa hér og á Íslandi.....ég sé mikinn mun. Og er því ekki að fara aftur á skerið. Höfum það svo mikið betra hér. :-) <3
Margrét Annie 10.12.2012 kl. 18:47
Sæll Ólafur, það er ekkert eins fjarri mér en að gera grín að afkomu okkar íslendinga. Það hefur ávallt verið erfitt að komast af hérna á Íslandi, hvort sem það er kreppa eða ekki.
Hins vegar verð ég að segja eins og er að mér finnst þetta ansi mikill munur í klukkustundum talið hversu miklu meira fólk þarf að leggja á sig til að eiga í sig og á, en vitanlega er hluti af skýringunni sú staðreynd hversu lítill íslenski markaðurinn er og þ.a.l. erfiðara að gera góð innkaup til landsins.
Þorsteinn V Sigurðsson, 10.12.2012 kl. 19:25
Takk fyrir góðann pistil Þorsteinn.
Nr. 40, Níels Steinar Jónsson, þú ert með þessar sömu ranghugmyndir og margir Íslendigar. Ótrúlegt þetta tal um allar þessar "auðindir" Íslands. Hvaða auðlindir ert þú að tala um:
Það er lögnu tímabært að menn fari að gera sér grein fyrir því að Ísland er fátækt eyland með litlar og takmarkaðar auðlindir sem aldrei geta staðið undir þeirri hasæld sem nágrannar okkar búa við. Ætlum við að bjóða upp á sambærileg lífskjör þá þarf að gera átak í menntun og byggja hér upp fjölþættan iðnað. Slíkur iðnaður getur aldrei orðið til í þeim gjaldeyrishöftum sem búið er að hneppa þjóðina í um ókomin ár.
Hafni þjóðin síðan evrunni og aðild að ESB þá blasir ekkert annað við aukin einangrun og áframhaldandi fátækt á Íslandi.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.12.2012 kl. 20:02
Það er auðveldara fyrir það fólk sem hefur verið í láglaunastarfi á Íslandi að lifa núna í Noregi.Það er jafnvel erfitt að borga lán og annað ef þú hefur verið í láglaunastarfi og jafnvel annar makinn atvinnulaus hérna á íslandi en betra gengur ef þú ert í Noregi en samt ekkert sældarlíf fyrir fólk þarna að borga af leigu og annað enda allt dýrt þarna.
Veit um fólk sem hefur verið að vinna þarna í stuttan tíma og lengri líka og það er allt komið aftur til Íslands,maður má varla nefna Noreg á nafn við suma því engin hefur áhuga á að fara aftur.
En jú launin í olíuiðnaðinum eru há en annars staðar ekki.
begga 10.12.2012 kl. 20:49
Takk fyrir þessar upplýsingar Þorsteinn. Þær standa sjálfar fyrir sínu og eru eins og þú segir sláandi - allavega fyrir iðnaðar- og tæknimenn.
Sögulegar vangaveltur um lífskjaramun íslendinga og norðmanna eiga takmarmakað við eins og málum er komið.
Við tókum út innistæðulaust góðæri upp á krít í boði fábjánahringekju íslenskra viðskiptamógúla og pólitíkusa. Og sitjum uppi með timburmennina sem munu vara lengi.
Norðmenn hafa hagað nýtingu sinna gríðarlegu náttúruauðlinda skynsamlega og þeirra góðæri er raunverulegt og því fjarstæðukennt að líkja því saman við Íslensku bóluna. Það er enginn vafi á því að lífskjör í Noregi verða á toppi veraldar næstu áratugi. Nýir olíufundir auk annarra náttúruaðlinda þarlendis samhliða aðsteðjandi orkukreppu í heiminum tryggir það. Að sjálfsögðu munu efnahagsmál í Noregi sveiflast en þar er ekkert hrun í kortunum -og verði sú niðurstaðan þá býð ég ekki í ástandið annarsstaðar!
Ólafur Eiríksson, 11.12.2012 kl. 04:50
Smjörskorturinn ægilegi hrjáir vonandi ykkur Norðmenn fyrir þessi jól líkt og í fyrra. Lítið hefur maður að gera við há laun ef ekki er unnt að kaupa í jólabaksturinn. Viljið að við sendum kannski hjálparpakka?
Sigmar Þormar 11.12.2012 kl. 22:01
átti að vera ....ekki (hrjáir ykkur ekki)
Sigmar Þormar 11.12.2012 kl. 22:02
Friðrik Hansen. Þakka þér ábendinguna en þú ert að fara villu vega. Ég er ekki að tala um að selja orku heldur nota. Þú segir sjálfur að það þurfi að efla iðnað , til þess þar orku.
Fiskurinn verður alltaf ein af okkar stæðstu auðlindum. Það þarf bara að nota hana skynsamlega og stoppa rányrkju útvalinna úr greininni. Mjólkuriðnaðurinn er á uppleið á íslandi og möguleikarnir þar td til útlfutnings eru miklir. Þannig að landbúnaður á framtíð fyrir sér. Við erum að mínu mati á góðri leið með menntun. Möguleikar til náms eru orðnir ólíkt skárri en þegar ég ústrkifaðist hér um árið en við getum gert betur þar. Ég hef miklar efasemdir um ferðamannaiðnaðinn. Þar eigum við að stokka upp og selja okkur dýrt.
'Eg er ekki sammála að við séum fátækt eyland. Ef við þessi 350þ manns getum ekki lifað mannsæmandi lífi hér þá eigum við ekki skilið að búa hér. Það má benda á að fyrir olíuna voru Norðmenn ekkert betur settir en við í dag. Og það er auðlind sem tekur enda. Danir eru algjörlega háðir útflutningi og mér sýnast blikur á lofti hjá þeim. Allavega eru mínir byrgjar þar ekkert bjartsýnir. . Þú þekkir til á Grænlandi sé ég. 'Eg hef reyndar einungis farið til Tasilak og ég verð að segja að það var sorgleg upplifun. Færeyingar lifa á fiski og ekki eru þeir að lepja dauðan úr skelinni. Þannig að hagsæld nágranna okkar er hverful.
Spurnigin er bara sú hvernig samfélag viltu hafa.
Níels Steinar Jónsson, 12.12.2012 kl. 12:14
Dæmigerður Íslendingur er upptekinn af atriðum sem skiptir venjulegt launafólk minna máli en launataxtar, húsnæði, matarverð. Níels talar um stéttaskiptingu í Noregi: Það er alls staðar stéttaskiptin en fyrir venjulegan Íslending skiptir máli hvernig hefur almenningur það.
Níels segir að það sé betra á Íslandi, við þurfum bara að:
- laga lánamálin,
- hækka launin,
þú talar um að við þurfum að:
- rétta úr kútnum,
- ná áttum og
- taka hressilega til í spillingunni.
Verðtryggingin verður ekki afnumin fyrr en við fáum nýjan gjaldmiðil.
Laun hafa alltaf verið lág á Íslandi, ekki bara eftir hrun, við höfum alltaf þurft að vinna langan vinnudag á Íslandi til að hafa í okkur og á. Og langur vinnudagur hefur skekkt skynjun okkar á lífsins gæði.
Níels trúir greinilega lygum fjölmiðla, sem útrásarvíkingar (Jón Ásgeir og útgerðarmenn sem vilja ekki deila fiskauðlindinni með þjóðinni) eiga og reka með halla en fá reglulega afskrifaðar skuldir. Og af því þeir eru áskrifendur að afskriftum skulda þá þurfa þeir ekki að vanda fréttaflutning heldur nota miðlana gagngert í hagsmunagæslu og blekkingar.
Spillingin á Íslandi er svo inngróin, hér nægir ekki að "rétta úr kútnum", hér þarf nýtt skipulag og það er ekki í augsýn ef margir trúa því sem þú segir hér. Eins og þetta séu bara smámál sem hægt er að "fixa". Wake up!
Rósa Halldórsdóttir 19.12.2012 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.