Danskurinn búinn að finna helvíti ?

Já það verður að segjast eins og er að maðurinn hefur rétt fyrir sér að mörgu leyti. Það var ekki einleikið hvað ráðamenn gátu hreykt sér eins og hani á haug í útlöndum yfir snilld okkar Íslendinga í viðskiptum(sic), Var það ekki forsetinn sjálfur hr. Ólafur Ragnar sem sagði við eitthvert opnunarteiti í London "you a'int seen nothing yet" og var þá að vísa til þess að við Íslendingar værum bara rétt að byrja að leggja undir okkur fjármálaheiminn. Það er ekki svona hátt á okkur risið núna. 
mbl.is Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nákvæmlega, þvílíkur hroki og blindni. Við erum í besta falli súper-kjánaleg.

Ef við hér heima reynum aðeins að kyngja fordómunum og þessari ofsa vörn, að þá sjáum við að maðurinn hefur nokkuð til síns máls.

Við erum búin að sitja hérna heima og horfa á frá því sjónarhorni, sáum bara útrás voða glöð. Á hinum endanum sat fólkið og upplifði innrás.

Er skrítið þó því hafi sárnað?

Baldvin Jónsson, 3.12.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband