Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Brimarhólms-heilkenni

Það verður ekki á embættismenn Íslands logið, nú ætlar sýslumaðurinn á Selfossi að eltast við 370 skuldara sem heykjast á því að mæta til hans og skrifa upp á fjárnámið og fyrirhugað uppboð.

 

Er þetta ekki einkennandi fyrir Íslenskt þjóðfélag að fyrstu handtökur eftir hrunið verða skítblankir og kinnfiskasognir almúgamenn sem skulda nokkra mánuði af húsinu sínu.

 

Þetta minnir mig á bréfin sem fundust í Danska þjóðskjalasafninu fyrir einum 15-20 árum. Þetta voru bréfasendingar á milli danskra yfirvalda og Íslenskra, en í þessum bréfum voru Danir að biðja íslenska valdsmenn að milda refsingar á íslenskum sakamönnum sem sendir voru út til afplánunar á Brimarhólmi, það var hreinlega farið að ganga fram af danskinum hvað Íslenskir valdsmenn voru dómharðir við snæris- og sauðaþjófa. Svör Íslenskra ráðamanna voru þau að ekki skyldi milda refsingar á íslendingum og ef Íslendingur væri dæmdur fyrir ólögmætt athæfi í kóngsins Köben þá skyldi dæma hann til hæstu mögulegu refsingu sem brotið byði upp á.

 

Það hefur greinilega ekkert breyst þegar kemur að skrílnum !!!!!!!!!!!!!!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband