Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Hugleiðing um aðskilnaðarstefnuna.

Það hefur verið mikið í umræðunni undanfarið um að aðskilja kirkjuna frá ríkinu, fjöldi manns hefur lýst sig samþykk þessu. Ég get ekki tekið undir þessar raddir þar sem ríkið er jú fólkið í landinu og mikill meirihluti okkar sem hér búum er í þjóðkirkjunni.

Hvernig sér fólk framkvæmdina  fyrir sér ef svona aðskilnaður á sér stað ?

  Á kirkjan að koma sér upp félagatali sem hægt er að fletta upp í þegar t.d. dauðsfall ber að höndum og jarðarför er framundan ?, eða verður kannski farið að hola fólki niður utan vígðra grafreita ? 

  Á Íslenska þjóðkirkjan að stofna innheimtustofnun fyrir sóknargjöld sín ( sem ríkið innheimtir núna ) ? Hvað verður þá um þá sem lenda í vanskilum með sóknargjöldin, verða þeir reknir úr kirkjunni og fá ekki þá þjónustu sem þeir þurfa, eða munu þeir lenda á vanskilaskrá ? Það er staðreynd að fólk sem á í fjárhagslegum erfiðleikum leitar til sinnar kirkju um stuðning, bæði andlegan og efnislegan. Á að setja kirkjunni þær skorður að þurfa að meta hverjum hún hjálpar ?

   Það kemur fram í 62. grein stjórnarskrárinnar eins og hún er í dag "að hin evangelíiska lúterska kirja skal vera þjóðkirkja á Íslandii og skal ríkisvaldið styðja hana og vernda", er fólk virkilega tilbúið til að breyta þessu ?

  Ég tel að það sé hverju þjóðfélagi nauðsynlegt að hafa þjóðkirkju, þar koma fram grunngildi hvers þjóðfélags, siðfræði einstaklinganna sem þjóðfélagið búa og almennt viðhorf til lífsins.

  Ég fyrir mitt leyti er ekki tilbúinn að breyta þessu og ef ég fæ stuðning til setu á stjórnlagaþingi mun ég beita mér af krafti til að koma í veg fyrir svona aðför að Íslensku samfélagi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband