Eyþór Arnalds og vinstri vaktin gegn ESB

 

Það er greinilega farið að fjúka í flest skjólin þegar Vinstri Vaktin gegn ESB er farin að vitna í góðan og gildan sjálfstæðismann (sem ég er reyndar sjálfur), en það er bara verst þegar upplýsingarnar eru kannski ekki aaaalveg réttar.  http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1262455/

Jú jú, auðvitað eru sumar vörur ávallt miðaðar við USD, en er ekki umhugsunarvert til hvaða landa við erum að selja okkar vörur.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands þá fluttum við út vörur til landa Evrópu árin 2000 - 2011 fyrir 3160,3 milljarða á meðan á sama tíma við fluttum út vörur til allra annarra landa í heiminum fyrir 665,7 milljarða eða rétt ríflega 20 % af því sem við fluttum út til Evrópu.

Þessar tölur hljóta að færa okkur heim sanninn um að lönd Evrópu eru okkar helstu viðskiptaaðilar, jafnvel grjótharðir ESB andstæðingar geta ekki neitað þessum tölulegu staðreyndum, en lengi skal manninn reyna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekki sama að vöru sé skipað upp í Rotterdam og að verið sé að selja hana inn á evru svæðið.  Eins og sést á pistli þínum, þá er vel hægt að rugla sig í ríminu á tölum hagstofunnar :-)

Svo er  nú það að kanski skiftir mestu máli hvers eðlis varan er. Sbr. þetta um hrávöru. http://www.visir.is/hvad-framleidir-island-/article/2011711109901

Þar sem bent er á að verð hrávöru eins og fisks og áls sé í raun óháð gengissveiflum. Ef einhvert myntkerfið lækkar gengið þá hækkar bara hrávöruverðið, enda sé ekki hægt að prenta hrávöru!!!

Bjarni Gunnlaugur 15.10.2012 kl. 08:48

2 Smámynd: Þorsteinn V Sigurðsson

Hrávöruverð, myndi ég halda, fer eftir framboði og eftirspurn en ekki gengi einhverra gjaldmiðla. Tölur Hagstofunnar eru nokkuð skýrar og meira að segja ég á erfitt með að miskilja þær :)

Samkvæmt þeim er útflutningi landsins til Evrópu skipt niður á 39 lönd og eru þær tölur eflaust fengnar frá útflutningsaðilum sem þurfa að gefa upp hvert þeir eru að selja vöruna en ekki hvar henni er fyrst skipað upp þegar hún kemur til Evrópu.

Ef það væri raunin þá væri eflaust allur okkar útflutningur til Hollands þar sem Rotterdam er mikil skiptistöð útflutningsvara.

Þorsteinn V Sigurðsson, 15.10.2012 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband