Ekki er öll vitleysan eins

Ég held að þessir ágætu aðilar sem eiga að stýra þessum starfshópi ættu að byrja á að kynna sér reynslu Svía af móðurmálskennslu innflytjenda,; í stuttu máli er reynslan sú að þeir sitja nú uppi með stóra hópa innflytjenda sem ekki tala sænsku og hafa engan áhuga á að gera það.
mbl.is Börn af erlendum uppruna fái móðurmálskennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt hjá þér. En hafa þessar embættisslettur einhverja sómatilfinningu fyrir því hvað er að ske í Íslensku þjóðfélagi..?? Nei, því miður. Hér er allt á vonarvöl og þá er þetta dregið fram sem eitthvert stórmál á meðan íslensk börn geta varla stafað eða lesið.  Væri ekki nær að efla íslenskt skólastarf, áður en farið er i svona gæuverkefni, sem n.b. mun kosta hundruð þúsundir króna. Ég sé fyrir mér kröfu um móðurmálskennslu á íslensku í þeim löndum sem íslendingar hafa dvalið. Það yrði bara hlegið af okkur. Ef þú ætlar að setjast að í einhverju landi, þá skalt þú bara gjöra svo vel og læra það tungumál sem þar er talað. Punktur.

Sigurður K Hjaltested 21.8.2014 kl. 20:48

2 identicon

Þið ættuð kannski að kynna ykkur svona mál fyrst áður en þið tjáið ykkur um þau.

Sjálf ólst ég upp í Svíþjóð og fékk móðurmálskennslu 2x í mánuði, ef ég hefði ekki fengið þessa kennslu hefði èg eflaust dregist ennþá meira aftur úr í íslenskunni þegar ég svo flutti aftur heim.

Þetta var sjálfsagt að við fengjum þessa kennslu.

Hugsiði um börnin, ekki ykkar eigið rassgat einu sinni!

Kristjana 22.8.2014 kl. 11:18

3 identicon

Kristjana, ég hef kynnt mér málin varðandi móðurmálskennslu í Danmörku, þar sem ég bjó alla þá tíð sem allt að hálf milljón múslíma, sem þóttust vera flóttamenn, fluttu til landsins. Auk þess að næstum allir þessara múslíma var á framfærslu sveitarfélaganna, beint eða beint, þá var móðurmálskennslan í raun lifibrauð fyrir hundruð múslímskra innflytjenda sem líka fengu greitt af hinu opinbera. Móðurmálskennslan var heit kartafla, annars vegar voru sósíalistarnir/sócialdemókratarnir/radikale venstre sem fannst ekkert tiltökumál að kasta fé skattgreiðenda í þessa vitleysu og hins vegar voru hinir, sem álitu að börnin gætu lært móðurmálið heima hjá sér og að það væri á ábyrgð foreldranna.

Því að það var ekki sama hver fékk þessa þjónustu. Ef þú varst frá Afríku eða Mið-Austurlöndum, þá var móðurmálskennsla í einheverjum af skólunum í hverfinu, en ef þú varst Evrópubúi og baðst um enskukennslu fyrir barnið þitt, þá þurftu börnin að ferðast yfir hálft Sjáland og kennslan byrjaði kl. 15 einu sinni í viku svo að foreldrið þurfti að taka sér frí í vinnunni til að keyra barnið. Það gekk ekki til lengdar.

Svona lúffuðu dönsk yfirvöld fyrir múslímunum á níunda og tíunda áratugnum og gera nú aftur eftir að landráðaklíkan náði völdunum aftur. Danmörk í dag er allt öðruvísi og verra í dag en það var fram til loka áttunda áratugarins og það er ekki aðeins vegna ESB, heldur flokkunum af ólæsum og óskrifandi fólki frá anatólísku hásléttunni, frá Íraq og frá Sómalíu.

Í Þýzkalandi hefur móðurmálskennslan verið við lýði í marga áratugi. Í bók sem m.a. Ulla Dahlerup skrifaði og var gefin út fyrir síðustu aldamót, var greint frá því að fimmta kynslóð Tyrkja gátu ekki talað skiljanlega þýzku. Svo að í staðinn fyrir kennslu í tungumáli sem börnin læra fullkomlega heima hjá sér, hefði átt að leggja hana niður og láta þau læra og nota þýzku, því að þau þurftu hjálp til þess, þar eð báðir foreldrarnir tala aðeins tyrknesku og börnin mega ekki blanda geði við þýzk börn.

P´ 22.8.2014 kl. 14:11

4 identicon

Veit að múslimsku börnin í Svíþjóð tóku leigubíl úr skólanum í móðurmálskensluna á kostnað sveitarfélagsins, með árangri sem síðuhafi benti á.

Það er nefnilega ekki sama með örfá íslensk börn eða þúsundir frá framandi löndum sem tala móðurmálið á dagis, í grunnskóla og framhaldsskóla, ef þau komast þangað.

Þetta er einfaldlega katastroff og eykur bara vandamálin fyrir þessi börn.

Valdimar Jóhannsson 22.8.2014 kl. 16:50

5 identicon

Leiðinlegt hvað Krisjana tekur þessu illa. Mætti halda að foreldrar hennar

hafi ekki talað íslensku á sínu heimili. Það er nú bara þannig með börnin,

sem betur fer, að þau eru svo fljót að tileinka sér mál þess lands sem 

þau búa í, en eru síðan oftar en ekki, hvött af foreldrum sínum að

halda í þeirra eigin móðurmál, og oftast vegna getuleysis foreldra

til þess að reyna að læra við komandi mál. Hér á landi,  höfum við oft séð

fréttaviðtöl við fólk, sem búið hefur hér árum saman, og reynir

ekki, eða vill ekki tala íslensku. Hvað segir þetta okkur..???

Engin viðleytni til að reyna og læra  tala tungumálið.!!

Nú  á að gera gott betur og sjá til þess að börnin, sem koma

til með að búa hér, þurfi þess ekki heldur.

Ekkert af því að læra móðurálið, en það á að koma

frá foreldrum. Íslenskt þjóðfélag á  ekki að þurfa að standa kostnað af því.

Á meðan ungmenni á Íslandi eiga í erfiðleikum með lestrarfærni,

eigum við þá að láta þetta gæluverkefni vera eitthvað forgangsmál...??

Nær væri að efla og kenna þessum, sem hér vilja búa,

Íslensku og gera það vel . Til hvers að flytja til annarra landa

og byrja nýtt líf og venja sig við þá siði og hefðir í viðkomandi landi, ef

enginn er viljinn til að aðlagast máli og venjum í viðkomandi landi ???

Væri þá ekki betur bara heima setið..???

Sigurður K Hjaltested 22.8.2014 kl. 20:56

6 identicon

Auðvitað eiga aðflutt börn að halda í sitt móðurmál, en þau eiga að læra það heima hjá sér og samhliða læra ríkismál gestgjafalandsins reiprennandi og það er sú kennsla sem á að styrkja. Einnig verða foreldrarnir að læra mál gestgjafalandsins að einhverju marki, til að geta farið út á vinnumarkaðinn, þótt þeir tali sitt eigið móðurmál heima hjá sér.

Í Danmörku vildu múslímar ekki aðlaga sig, heldur kröfðust þess að danska þjóðfélagið aðlagaði sig að þeim, enda fengu þeir að hafa neikvæð áhrif á námskrár grunnskólana og fengu að stofna kóranskóla, þar sem múslímsk börn voru látin lesa kóraninn dag út og dag inn.

Pétur D. 24.8.2014 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband